Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Síða 37
IÐUNN
Askja í Dyngjufjöllum.
207
skarð er venjulega erfitt yfirferðar og miklar snjófannir
í því á sumrin; þar er líka oft þoka, þó að þokulaust
sé umhverfis fjöllin. Úr norðvesturhorni Oskju er erfitt
að koma hestum yfir dalverpið vegna hraunsins og skilja
ferðamenn þá oft þar eftir.
Þriðja leiðin hefir eigi verið farin fyrri en nú síðustu
missirin; hún er suður um Dyngjufjalladal og austur
með fjöllunum að sunnan. Þessi leið er greiðfærust en
lengst, og er gott að fara hana á hestum alveg inn að
suðvesturhorni Öskjuvatns. Þá er komið að sunnan og
vestan í Oskju eftir svonefndu Trölladpngjuskarði (stefna
skarðsins úr Oskju er á Trölladyngju). — Suður úr
Oskju eru ennfremur tvö skörð, er kallast Suðurskörð,
á milli Thoroddsenstinds að austan og Wattsfells að vest-
an (Englendingurinn William Watts kom fyrstur í suð-
urhluta Öskju 1875, og er fellið við hann kent).
Beinust leið úr bygð í Öskju, um Jónsskarð, er 10
klst. ferð, og um hin skörðin, eða að minsta kosti
syðstu leiðina, þarf c. 3 klst. í viðbót, en hún er jafn-
an greiðust og skemtilegust. Við norðvesturhorn Dyngju-
fjalla er búinn fullur þriðjungur vegalengdar úr Svartár-
koti. Þar eru síðustu grastoddar á Öskjuleiðum og þurfa
ferðamenn því að flyíja með sér hey handa hesfum
sínum.
Öskjubotn er allur storkinn ógreiðfæru hrauni, gömlu
og nýju. Þar eru óteljandi eldvörp, og í fjöllunum um-
hverfis eru eldborgir og hraunskriður frá ýmsum tímum hátt
uppi í móbergshlíðunum. — í suðausturhluta Öskju hefir
botninn sokkið niður og myndast geysidjúpt jarðfall, sem
er c. 12—15ferkm. að flatarmáli og altað 300 m. djúpt
austast, þar sem það er dýpst, telur Þ. Th., því að
jarðfall þetta var nálega vatnslaust fyrst eftir eldgosið