Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 44
214
Áskja í Dyngjufjöllum.
IDUNN
— í vík einni norðan og austan við vatnið, þar sem
við tjölduðum þá í fjörunni á breiðu malarrifi, var
undirlendið nú alt undir vatni, svo að hækkun vatns-
ins hlýtur að vera 1—2 m. á þessu tímabili.
Vfirborðshiti vatnsins, að sunnan og vestan, var 13° C.
Engar breytingar sáust á Mývetningahrauni síðan 1922,
en hingað og þangað ruku enn upp úr því gufuslæður.
Úr vikurgígnum virtist nú rjúka minna en þá.1)
Daginn sem við dvöldum í Oskju, 2. ágúst, var svalt
veður og úrsynningsél framan af deginum, sá þó til sólar
með köflum; en eftir miðaftan skein sól í heiði. Við
notuðum daginn einkum til þess að athuga ýms auð-
kenni, sem bentu til breytinga frá því, sem við sáum
1922, og ennfremur til þess að taka ýmsar ljósmyndir
af Öskjuvatni og umhverfi þess. Sumar þeirra fylgja hér
með, þó smágerðar séu og ófullkomnar.
Um miðaftansbil lögðum við aftur af stað úr Öskju,
sömu leið og við komum, og notuðum þá tækifærið til að
ganga upp á suðausturhnjúk Dyngjufjalla. Bar þá fyrir
augu hið tignarlegasta og stórfeldasta útsýni, sem við
höfum séð. Allur norðurhelmingur Vatnajökuls glampaði
í sólskininu — austan frá Snæfelli og Brúarjökli vestur
að Vonarskarði. En norðan í móti var jökullinn svartur
og grár af sandi, einkum við upptök ]ökulsár á Fjöllum
Daginn áöur en við fórum í Öskju, 31. júlí — hafði Heinrich
Erkes frá Köln komið þaðan ásamt tveimur fylgdarmönnum. 1
þetta skifti hafði hann þar örstutta dvöl; enda eru sumar athug-
anir hans, að því er snertir síðasta eldgosið og ýmsar aðrar breyt-
ingar á Öskju síðustu missirin, ónákvæmar og eigi réttar. T. d.
um hæðarmál vatnsborðsins, lýsing hans á hinni nýmynduðu eldey
í vatninu o. fl. — Nokkru áður, eða úr miðjum júlí, höfðu þrír
Hornfirðingar farið gangandi úr Hornafirði þvert yfir Vatnajökul
og niður í Ódáðahraun; höfðu þeir farið um Dyngjufjöll á leið í
Svartárkot og séð gufustróka úr hólma í Öskjuvatni. — Þ. S.