Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 45

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 45
IÐUNN Askja í Dyngjufjöllum. 215 og vestur um Kistufell. Hrikalegastur er Kverkfjalla- rani, snarbrattur, dökkur og grettur að norðan. Hann seilist norður úr Kverkfjöllum, sem eru áföst við jökul- inn milli Kreppu og Jökulsár. Draugalegast er Kistufell á söndunum fast við jökulinn vestan til. Á milli þess og Kverkfjallarana streymir Jökulsá í mörgum kvíslum undan jöklinum. Vfir Trölladyngju gnæfði skallinn á Tungnafellsjökli. Og svo Hofsjökull lengst í vestri. Um láglendið og upp á topp Trölladyngju vafðist Odáðahraun úfið og illilegt, og virtist Dyngjan hið ægilegasta tröllaheimkynni. Norð- an við Dyngjufjöll er Kollótta Dyngja, hrauni runnin á sama hátt og álíka myrk. í báðum Dyngjunum eru gaml- ir, stórkostlegir eldgígir. — Austan við Dyngjufjalla- hornið og norðanvert við okkur glampaði á Vaðöldu- vatn og Svartá, sem rennur austur úr því í Jökulsá, sunnan við Waðöldu. — Vaðalda er allhá og breið bunga, ljósgul af vikri eftir gosið 1875, og öll hraunflatneskjan þaðan norður að Herðubreið ber sama lit. Fjöllin norð- ur á Mývatnsöræfum sýndust aðeins lítilfjörlegar bung- ur vegna fjarlægðarinnar. — Laugafell og ýms önnur fjöll á Vesturöræfum báru skugga undir sól að sjá. í baksýn, hið næsta okkur, var sjónarsvið Öskju og við fætur okkar austan í Dyngjufjöllunum söng og rauk úr gufuhverum. — Hvergi var gróður né lífsvott að sjá; ekkert laufblað, enginn fugl. Hér var hin eyðilega öræfaverksmiðja í almættisínu; þar sem þeir Frosti og Fjalar — eldurinn og ísinn — þrýsta efninu úr iðrum jarðar, bræða þau og steypa og mylja þau og senda þeim síðan syngjandi í æginn. Hreinviðrið þetta kvöld, gerði okkur ferðina fróðlega og skemtilega og opnaði okkur ýms leynihólf hinnar stórkostlegu öræfanáttúru Ódáðahrauns og Vatnajökuls. Þórólfur Sigurðsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.