Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 46
IÐUNN
Foksandur
Sigurðar Nordals prófessors.
I.
Enn verð eg að biðja »Iðunni« fyrir línur út af skrif-
um Sigurðar Nordals prófessors um mig. I þetta sinn
hefir hann flutt sig yfir í »Vöku« með árásir sínar, og
hann nefnir þessa síðustu ritgjörð sína um mig »Fok-
sand«.
Mér finst nafnið á ritgjörð hans snildarlega valið.
I þessari »Vöku«-ritgjörð eru tvö aðalatriði. Annað
þeirra — sem sett er í neðanmálsgrein — er um ó-
sannsögli mína. Hitt er um ummæli mín um Víga-Sfyr
í grein, sem eg ritaði síðastl. vetur í blaðið »Vörð«.
Eg ætla að taka neðanmálsgreinar-atriðið á undan.
Eg hafði lýst yfir því í Iðunnar-ritgjörð minni »Öfl
og ábyrgð«, að eg hafi ekki átt í því nokkurn þátt,
beinan né óbeinan, að minst hefir verið á það í útlend-
um blöðum, að með mér hafi verið mælt til þess að fá
Nóbelsverðlaunin. S. N. segir, að eg fari i þessu efni
»helzti gálauslega með sannleikann«.
Röksemdirnar fyrir þessari staðhæfingu eru tvær hjá
honum. Önnur er sú, að í ritstjóra-fyn'rsögn fyrir grein
í »Politiken« hafi staðið, að greinin væri eftir íslenzka
rithöfundinn E. H. Kv., sem stungið hafi verið upp á
til Nóbelsverðlauna. »Mér dettur ekki í hug að halda,
að sú athugasemd hafi verið sett gegn vilja höfundar«,
segir S. N. Hin röksemdin er sú, að eg hafi í samtali