Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 47

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 47
JDUNN Foksandur. 217 við mann frá »Ekstrabladet« sagt frá því, að stungið hafi verið upp á mér. Þessar eru röksemdirnar — og engar aðrar. Sannleikurinn um þessa grein í »Politiken«, er nú sá, er nú skal greina. Þegar eg kom til Kaupmanna- hafnar í september 1924, heimsótti eg ritstjóra blaðsins. Eg þekki hann nokkuð og hefi ávalt fundið hann að máli, þegar eg hefi komið til Kaupmannahafnar. Þá seg- ir hann mér, að »Politiken« ætli að halda fertugsafmæli sitt 1. október. I því tilefni hafi blaðið fengið kveðjur frá mörgum Dönum, Norðmönnum og Svíum, sem eigi að koma út á afmælisdaginn, og sér sé mjög hugleikið að einhver kveðjan verði frá íslendingi. Hann mæltist því til þess, að eg skrifaði grein til blaðsins. Eg lofaði því og gerði það, ritaði ofurlítið um þau áhrif, sem ís- lenzkir stúdentar hefðu orðið fyrir í Kaupmannahöfn um það leyti, sem »Politiken« var stofnuð. Eg sendi rit- stjóranum greinina og sá hana ekki aftur, fyr en hún kom út í blaðinu. Eg hafði ekki meiri áhrif en S. N. á þessa greinargerð ritstjórans, sem S. N. hefir hneykslast á og kennir mér. Hún er sett án minnar vitundar — og sennilega sem nokkurs konar áframhald af ritgjörð, sem hafði staðið í blaðinu fyr um sumarið um bók- mentaverðlaun Nóbels. Eftir því sem mér hefir verið sagt, var sú ritgjörð góðviljuð í minn garð. Sjálfur hefi eg aldrei þá ritgjörð séð. Eg veit ekki, hvað S. N. dettur í hug eða dettur ekki í hug. En furðu ókunnugur' má hann vera danskri blaðamensku, ef honum getur ekki hugkvæmst það, að danskir ritstjórar telji sér heimilt að gera þá grein fyrir mönnum, sem í blaðið rita, sem þeim sýnist sjálfum. Og sé vanþekking hans á þessu efni í raun og veru svo

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.