Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 49
IÐUNN Foksandur. 219 að eg sé orðinn svo gamall,sem S. N. víkur hvað eftir ann- að að, þá er eg ekki svo hrumur enn, að eg geti ekki svarað fyrir mig, eins og hann kann að hafa orðið lítil- lega var við. En eg segi þetta vegna þess, að nokkuð alment mun vera litið svo á, sem þetta bókmentalega vísindastarf prófessorsins sé hvorki honum né þeirri’göf- ugu stofnun, sem hann starfar við, til mikillar sæmdar. II. Eg kem þá að Víga-Styr. Eg lét þess getið í grein í Verði, hvernig ástatt hefði verið að sumu leyti með forfeðrum vorum á söguöldinni. Eg tók Víga-Styr til dæmis. Eg benti á yfirgang hans, sem flestum stóð ótti af. Þótt hann vægi menn, bætti hann engu, því að »engi fékst réttr yfir honum*. Eg minti á það, að hann hefði hælt sér af því að hafa drepið þrjátíu og þrjá menn, sem hann hefði engu bætt. Eg gat um það níðingsverk hans, er hann drap Þór- halla á ]örfa fyrir engar sakir. Og eg lét uppi þá skoð- un mína, að »þessum óbótamanni virðist enginn staður hafa hæft í þessum heimi annar en gálginn, og enginn staður í öðrum heimi annar en eitthvert helvíti*. Það er sú ávirðing mín að hafa haft slík ummæli um Víga-Styr, sem er aðalefnið í þessari síðustu árásar- grein S. N. til mín. S. N. heldur því fram, að drengskapar verði vart í fari hans, því að hann hafi gengist undir það að leysa vandræði bróður síns. Ekki skal eg vera neitt um það að þræta, að Víga-Styr kunni ekki að hafa haft ein- hverja kosti. Það hefir einmitt verið ein af mínum aðal- staðhæfingum í þesrari deilu við S. N., að vér finnum aldrei hið illa »hreinræktað«, einangrað frá öllu góðu, og af því hefi eg dregið ályktanir, sem eru þveröfugar

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.