Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Qupperneq 54
224
Foltsandur.
IÐUNN
Eg fæ ekki séð, að neitt sé varhugavert við að nota
þetta orð um vansælustaðinn, eða vansæluásíandið, hvort
sem menn nú heldur vilja. Islenzkan leggur þar til orð,
sem á nákvæmlega við hugmyndir nútíðarmanna um
þetta. Það er myndað af orðinu hel, sem merkir dauðann
og bústaði framliðinna, auk þess sem það er nafnið á
gyðju dauðans, og af orðinu víti, sem merkir refsing.
Orðið «helvíti« merkir þá refsing eftir dauðann. Það
merkir ekkert annað, eftir sínum íslenzka uppruna. I
því er til dæmis að taka, ekki fólgin nokkur bending
um, hve langvinn sú refsing sé, því síður, að hún sé
ævarandi.
Mér finst ekki, að eg ætti að þurfa að gera mikla
grein hér fyrir þeirri sannfæring minni, að breytni
manna og hugarfar í þessum heimi hafi afleiðingar,
þegar komið er inn í annan heim, þar á meðal að van-
sæluástand — »eitthvert helvíti« — sé óumflýjanlegt þeim
mönnum, sem eru sérstaklega illa hæfir fyrir þau lífs-
skilyrði, er þar bíða mannanna. Jesús frá Nazaret talar
um »myrkrið fyrir utan«, og mér kemur ekki til hugar,
að það tal hafi verið neitt fleipur. Það er sannfæring
mín, að þetta vansæluástand vondra manna haldi áfram,
þar til er þeim hefir auðnast að sjá að sér, og eru komnir
í samræmi við þau lífsskilyrði, sem þeir eiga við að búa
í hinum nýja heimi.
Þetta hefir verið sannfæring mín um mörg ár, alt af
síðan er eg komst á þá skoðun, að árangur sálarrann-
sóknanna væri mikilvægur. Hvort sem hún er rétt eða
röng, þá lít eg svo á, að hún sé reist á rökum, sem að
minsta kosti stappi nærri sönnunum. Og eg hefi aldrei
farið dult með hana. Eg hefi meðal annars, svo að eg
biðji menn ekki að leita lengra, vikið að henni í báð-