Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 55
ÍÐUNN
Foksandur.
225
um þeim greinum, er eg hefi ritað í »Iðunni« til varnar
gegn árásum S. N.
Nú skilst mér svo sem Víga-Styr hafi verið einn þeirra
manna, sem ekki eru að eins óhæfir til samvista við menn
hér í heimi, heldur og sérstaklega óhæfir fyrir það líf,
sem oss er sagt — og eftir minni sannfæring með
réttu — að bíði vor í öðrum heimi. Eg get ekki hugs-
að mér annað, en að slíkir menn lendi í einhverjum
vansælustað — »einhverju helvíti* — fyrsta sprettinn.
Og mér virðist það liggja í augum uppi, að hann hafi
verið betur kominn, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, í
vansælu annars heims, þar sem einhver skilyrði gátu
verið fyrir betrun hans, en hér á jörðinni, þar sem þau
skilyrði voru engin sjáanleg, og engar líkur voru til
annars en að hann mundi halda áfram látlausum of-
beldis- og níðingsverkum til æfiloka.
Eg get fyrir því ekki að því gert, að mér finst undr-
un S. N. út af þessum ummælum um Víga-Styr lýsa
fremur litlum skilningi á hugsanaferli mínum. Eg get
ekki varist því að láta mér finnast, að hann hafi frem-
ur lítil skilyrði og fremur lítinn rétt til að vera að rita
um mig og ritstörf mín, meðan hann hefir ekki gert sér
þess ljósari grein en hingað til, hvað það í raun og
veru er, sem eg hefi verið að segja.
Þó kastar tólfunum, þegar S. N. fer að bera saman
ummæli mín um Víga-Styr og »Móra« í sögusafninu
»Sveitasögur«. I síðustu ritgjörð hans standa þessar
furðulegu setningar:
„Er leyfilegt að hugsa svona um Styr, af því að hann er löngu
látinn? Eiga eldti árnaðarbænir vorar að lélta syndurunum barátt-
una hinum megin ? Voru það ekhi illar hugsanir, sem Móri sagði,
að hefði magnað gegn sér sandbyl haturs og forsmánar?“.
Eg held, að fæstum finnist mikið sameiginlegt með