Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Síða 57
IÐUNN
Foksandur.
227
inþorra manna, að öll afskifti framliðinna mannaafþess-
um heimi séu jarðneskum mönnum fjandsamleg og jafn-
vel eitthvað djöfullegt við þau. Vmsar hinar mögnuðu
og hrottalegu draugasögur vorar eru ljóst og órækt dæmi
um þetta hér á landi. Og hjátrúin hefir tekið á sig
þessa mynd um allan heim. Þetta er í mínum aug-
um með öllu fráleitt.
Þessi hugsun varð að söguefni hjá mér í Móra. Þeim
lesendum þessa tímarits, sem ekki hafa lesið þá sögu,
til frekari skilningsauka, skal eg leyfa mér að tilfæra
hér nokkurar línur úr sögunni.
„Þarna hafði hann (a: síra Ingólfur) talað við einn af bræðrum
sínum, einn af fáráðustu smælingjum alheimsins, sem farið hafði
inn í annan heim og ekki haft nein skilyrði til þess að átta sig
á neinu þar. Þessi vesala sál hafði leitað til jarðarinnar aftur, af
því að henni fanst hún hvergi geta verið, og svo mögnuð hafði
hjáirú og vitleysa mannanna verið, að þeir höfðu ekkert að bjóða
hinum mædda vegfaranda annað en hatursþrungna hræðslu. Og
tilveran hafði orðið honum að öræfum, og einn hafði hann orðið
að ráfa í villunni í sandbylnum frá æstum óvildar-hugrenningum —
hver veit hvað lengi!"
Eg skýt því óhræddur undir dóm óhlutdrægra og
skynsamra manna, hve nánar samstæður þeim finnist
þessir tveir menn: höfðinginn og ofbeldismaðurinn, sem
látinn er fyrir eitthvað 9 öldum, og nútíðarfáráðlingurinn,
sem leitar úr öðrum heimi á náðir mannanna! Mér finst,
að þessum smælingja hefði átt að taka vingjarnlega, ef
hann hefði verið til. Eg skil ekki, að af því leiði það
óhjákvæmilega, að mér sé óheimilt að láta afdráttarlaust
uppi skoðun mína á atferli fornaldarhöfðingjans.
III.
Mér virðist þá, að eg muni ekki þurfa að fjölyrða
frekara um V/íga-Styr og »Móra« — að minsta kosti