Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 58
228
Foksandur.
IÐUNN
ekki í bráðina. Alt, sem eg hefi um þá sagt, hefi eg
sagt með fullri ábyrgðartilfinning, hvernig sem S. N.
leggur það út, og af sannfæringu, sem hefir verið að
rótfestast um mörg ár, af miklum lestri, nokkurri um-
hugsun og reynslu, sem er að minsta kosti fremur fátíð
hér á landi.
En eg held, að rétt sé að eg segi nokkur orð enn
um skraf S. N. um mig í sambandi við refsingar. Hann
fullyrðir, að eg hælist um yfir því að hegningarlögum
vorum sé slælega framfylgt, og að hvað eftir annað hafi
eg gert yfirlýsingu um ranglæti og skaðsemi refsinga.
Það hlýtur að vera auðvelt verk að halda uppi um-
ræðum, þegar andstæðingi eru eignaðar skoðanir, sem
hann hefir ekki, og ummæli, sem hann hefir aldrei lát-
ið frá sér fara. Annað mál er það, hve sannfærandi slík
aðferð er fyrir þá, sem kynna sér báðar hliðarnar. Eg
er þess jafnvel ekki fullvís, að hún komist upp í það
að vera »ísmeygileg«. En hitt er víst, að hún er ekki
falleg né heiðarleg. Það er þessi aðferð, sem S. N. notar
stöðugt, þegar eg á í hlut. Og því kynlegra er, að hann
skuli halda áfram fullyrðingum sínum um afstöðu mína
til refsinga, sem eg hefi þegar leiðrétt þær fullyrðingar
hans og rakið þetta mál sundur (Iðunn 1926, bls. 89).
Eg hefi sagt, að eg hafi ekki neina tröllatrú á refs-
ingum, og að eg viti ekkert um það, hvort þær aftri
lagabrotum að talsverðu leyti, en um það sé ágreining-
ur með vitrum mönnum. Eg tel vitaskuld sumar refs-
ingar hafa verið ranglátar. Eg skil ekki annað en að
þær hafi verið ranglátar, þegar menn hafa verið teknir
af lífi, og eftir á hefir sannast, að þeir hafi verið sak-
lausir, eða þegar danski kvenmaðurinn situr árum sam-
an í betrunarhúsi fyrir glæp, sem eftir á sannast, að
hún getur ekki hafa framið. Mér er engin launung á því,