Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Síða 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Síða 58
228 Foksandur. IÐUNN ekki í bráðina. Alt, sem eg hefi um þá sagt, hefi eg sagt með fullri ábyrgðartilfinning, hvernig sem S. N. leggur það út, og af sannfæringu, sem hefir verið að rótfestast um mörg ár, af miklum lestri, nokkurri um- hugsun og reynslu, sem er að minsta kosti fremur fátíð hér á landi. En eg held, að rétt sé að eg segi nokkur orð enn um skraf S. N. um mig í sambandi við refsingar. Hann fullyrðir, að eg hælist um yfir því að hegningarlögum vorum sé slælega framfylgt, og að hvað eftir annað hafi eg gert yfirlýsingu um ranglæti og skaðsemi refsinga. Það hlýtur að vera auðvelt verk að halda uppi um- ræðum, þegar andstæðingi eru eignaðar skoðanir, sem hann hefir ekki, og ummæli, sem hann hefir aldrei lát- ið frá sér fara. Annað mál er það, hve sannfærandi slík aðferð er fyrir þá, sem kynna sér báðar hliðarnar. Eg er þess jafnvel ekki fullvís, að hún komist upp í það að vera »ísmeygileg«. En hitt er víst, að hún er ekki falleg né heiðarleg. Það er þessi aðferð, sem S. N. notar stöðugt, þegar eg á í hlut. Og því kynlegra er, að hann skuli halda áfram fullyrðingum sínum um afstöðu mína til refsinga, sem eg hefi þegar leiðrétt þær fullyrðingar hans og rakið þetta mál sundur (Iðunn 1926, bls. 89). Eg hefi sagt, að eg hafi ekki neina tröllatrú á refs- ingum, og að eg viti ekkert um það, hvort þær aftri lagabrotum að talsverðu leyti, en um það sé ágreining- ur með vitrum mönnum. Eg tel vitaskuld sumar refs- ingar hafa verið ranglátar. Eg skil ekki annað en að þær hafi verið ranglátar, þegar menn hafa verið teknir af lífi, og eftir á hefir sannast, að þeir hafi verið sak- lausir, eða þegar danski kvenmaðurinn situr árum sam- an í betrunarhúsi fyrir glæp, sem eftir á sannast, að hún getur ekki hafa framið. Mér er engin launung á því,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.