Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 59
IÐUNN Foksandur. 229 að eg hefi fylstu samúð með þeim yfirvöldum, sem held- ur kjósa, að óhegnt sé fyrir glæp, en leggja þjáningar á menn, sem þeir eru ekki sannfærðir um að séu sek- ir. Eg er fús á að bæta því við, að mér virðist það mjög ískyggilegt, ef þjóðfélögin fara að treysta aðallega á refsingar til þess að bæta mennina, Eg held, að það sé beinasti vegurinn til þess að efla hrottaskap og grimd. Eg hefi í annari af undangengnum deiluritgjörðum gert þess grein, á hvert ráð eg trúi bezt. (Sjá Iðunni 1925, bls. 260j. Eg hefi líka tekið það fram, að þó að refsað væri fyrir öll lagabrot, og þó að sú refsing væri öll sann- gjörn, þá væri réttlætinu ekki fullnægt með því, af því að ýms verstu verk mannanna varði ekki við lög. Um þetta geri eg ráð fyrir, að flestir skynsamir menn séu mér sammála. Eg hefi yfirleitt ekki mikla trú á því, að refsingar eigi mjög verulegan þátt í að bæta mennina, eins og refsingum er enn háttað, þó að eg neiti því ekki, að fyrir geti það komið. Og eg er sann- færður um, að oft spilla þær þeim. Eg er víst ekki einn með þá skoðun í veröldinni. En eg hefi aldrei hælst um yfir því, að hegningarlögum vorum sé slælega framfylgt, og aldrei gert yfirlýsingar um ranglæti og skaðsemi allra refsinga. Eg hefi þvert á móti, ekki að eins sagt það, sem eg hefi bent á áður í þessari grein, að eg efist ekki um, að þjóðfélögin hafi rétt til að verja sig gegn lagabrotum með refsingum, ef það verði ekki gert með öðrum- hætti, heldur hefi eg líka (í grein- inni »Ofl og ábyrgð«) lýst yfir því, að eg fái ekki séð, að hjá refsingum verði komist. Þetta vita allir, sem lesið hafa ritgjörðir mínar, og eg skil ekki, hvernig S. N. hugsar sér að vegur sinn muni vaxa við að rang- færa það.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.