Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Qupperneq 60
230
Foksandur.
IÐUNN
Eg hefi þá svarað aðalatriðunum í þessari síðustu rit-
gjörð S. N. um mig. Eg hirði ekki um að lengja þessar
umræður — þangað til nýjar árásir koma. Um hin
miklu vandamál mannanna, sem við S. N. höfum deilt
um, ætla eg ekki að rita nú. Eg hefi reynt að gera
grein fyrir skoðunum mínum um þau svo skilmerkilega,
sem eg hefi haft vit á, og ýmislegt, sem uppi hefir verið
látið við mig, bæði munnlega og bréflega, virðist benda
á það, að alment hafi menn skilið það og þótt nokkurs
um það vert. Svo að eg hefi ekki ástæðu til að kvarta
undan þessum umræðum.
En ef til vill er ekki úr vegi að lokum að minnast
á það, sem mér virðist þungamiðjan í þessari deilu. Vms-
um kann að þykja örðugt að finna hana, af því að svo
margt hefir borið á góma.
Eg hefi verið — af veikum mætti auðvitað, og ófull-
kominni list — í sumum ritum mínum að leitast við að
halda að lesendum mínum nokkurum af æðstu hugsjón-
um mannkynsins. Eg hefi fengið þær frá miklu spá-
mönnunum og sérstaklega frá einum, sem eg trúi að sé
oss öllum óendanlega miklu æðri. S. N. telur það rangt
— hræsni og óheilindi — að vera að halda þeim hug-
sjónum á lofti, af því að mennirnir breyti ekki eftir
þeim. I síðustu ritgjörð sinni líkir hann þeim við þrota-
bú. Svo að eg haldi mér við það, sem hefir sérstaklega
orðið að efni í þessum undangengnu ritgjörðum mínum,
ær þá fyrirgefningarskyldan, mannúðarhugsjónin, ábyrgð
einstaklinganna og trúin á það, að æðsta vald í alheim-
inum sé gott, ekki annað en þrotabús-reytur? Er ekki
réttara að tala gætilega? Ef fyrirgefningarskyldan á sín
takmörk, eins og S. N. leggur svo mikla áherzlu á, þá á
oflátungsbragurinn áreiðanlega að eiga sín takmörk líka.
Getum vér hugsað oss, að nokkuð væri við það unnið