Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 61
ÍÐUNN Foksandur. 231 að hverfa frá því að boða æðstu hugsjónir mannanna? Er það ekki fyrir það, að ávalt hafa verið, að minsta kosti öðru hvoru, boðaðar æðri hugsjónir en mönnunum hefir auðnast að breyta eftir að fullu, að mannkyninu hefir þokað það áfram, sem það hefir komist, allar götur frá því er það var mjög líkt dýrunum? Hefir það ekki verið fyrirboði hnignunarinnar, þegar þeirri boðun hefir verið hætt um standarsakir? Það er að minsta kosti mín trú og á þá leið skil eg sögu mannkynsins. Eg held, að þær hugsjónir, sem eru æðri venjulegri breytni mannanna, séu svo fjarri því að vera nokkurt þrotabú, að þær séu dýrmætustu fjársjóðir mannkynsins, hinn mikli höfuðstóll, sem mannkynið lifir á. Og mundi verða kleift að fá þeirri breyting framgengt til lengdar, sem fyrir S. N. vakir? Þrá ekki mennirnir, mitt í öllum veikleika sínum og breyskleika, heitast og dýpst það æðsta, sem þeir hafa komið auga á? Og sé svo, er þá ekki sennilegt, að þeirrar þrár sjáist einhver merki í bókmentum þeirra? Einar H. Kvaran.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.