Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 62
IÐUNN Ingólfur fagri. Allar vildu meyjar með Ingólfi ganga. Vatnsdæla. / flokki ungra höfðingja fríðastur hann var, sem fagurt gull af eiri af hverjum manni bar, í einu Týr og Baldur — hver yngismeyja smá hann einan í friði og bardögum sá. — Ingólfur! þín minning varð Islands konum trú. „Enginn er í Vatnsdalnum vænni en þú“ð) Og oflátinn Valgerður ambátt gerðist hans, að eigin hvöt og vilja — slíkt flaug um bygðir lands. Astarrósir spruttu hvar sem Ingólfur steig, en örlögin feigðarrósir bundu í þann sveig. Alt ofgert sín hefnir — og inndæl vöggugjöf fær íturmenni leitt fyrir tímann í gröf. En frægð er betri langlífi. Hið fagra geymist vel. Og frjálsar svífa ástir yfir tíma og hel. Hann vissi af sínum vænleik — og vinum síðast bauð: „Ei vil ég hjá mér látnum brynju, sverð né auð; en verpið mér hauginn vegi dalsins nær, þar sem vindarnir leika og sólin brosir skær. 1) Gamalt viðlag — ef til vill fyrst kveðið um Ingólf Þorsteins- son fagra. Höf.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.