Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 63
IÐUNN
Ingólfur fagri.
233
Víst mun Vatnsdalsmeyjum uegur skemri þá
ef vera mín þeim fylgir og bústað minn þær sjá;
tími og leið mun líða við Ijúfra drauma sveim
ef lýsir þeim mín stjarna að heiman og heim“.
— Svo fagur varstu, Ingólfur, að fyrir það eitt
þér fórnað var því bezta og yfir glöp þín breitt.
Sagan, eins og bikar með bjartasta vín,
þig ber í sínu skauti, meðan vor og fegurð skín.
Og enn þykja ástir betri en auður og bú.
„Enginn er í Vatnsdalnum vænni en þú“.
Hulda.
Mannsbarn.
Smásaga eftir Hcnrik Allari.
[Iðunn birtir að sjálfsögðu eld<i sögu þessa í „agitations"-
augnamiði; það munu allir lesendur hennar skilja. — En sagan
er merkileg á tvennan hátt: í fyrsta lagi fyrir sinn einkennilega,
„expressionistiska" stíl, sem mörgum hér á landi mun þykja nokkuð
nýstárlegur, en á þeim stíl hafa ungir rithöfundar víða um heim
verið að spreyta sig á seinni árum. — Að efni til gefur sagan
oss allskýra innsýn í „sálfraeði byltinganna'1. Upp úr slíkum jarð-
vegi, sem hér er lýst, eru þeir að jafnaði sprottnir, sem á um-
brotatknum reisa vígvirki á strætum stórborganna, berjast þar með
eldmóði og falla — eða sigra. Þessi saga hjálpar oss til að skilja
hvernig pólitískt píslarvætti verður til. Og það er ávalt betra að
skilja en skiija ekkij.