Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Síða 64
234
Mannsbarn.
IÐUNN
Mannsbarn fæddist.
Ko-ngæ! Ko-ngæ! Bim-bam! Tílí-lílí-bom! Brrr-akk!
Vzzz! Tra-ta-ta-ta! Krrakkk!
Þess vegna?
Nei: fyrir föðurlandið ólgar orusta. Vorir unnu —
þess vegna! Ekki kveðjuhljómur, ekki heiðursskof! Held-
ur sigurhljómur, drápsskot!
Húrra!
Mannsbarn er nakið. Rennir augunum upp á við.
Kjallaraherbergi. Myrkur, raki, eymd. Móðir kveinar af
sársauka. Faðir berst fjærri — við mannbræður.
Mannsbarn er baðað í tárum.
Baksýn: Alheimsblóðbrullaup. Brjálæði, vitfirring. Menn
eru að slátra mönnum. Með vélum, með vísindum.
Kúlnasöngur — vöggusöngur móður. Allsherjar taugabruni.
Faðir var stimplaður. Kom aftur með eyðilagða heilsu.
Oryrki.
Fyrstu ár: eymd, eymd, eymd. Skriðið á gólfi. Um-
hirðulaust. Stunur, kveinstafir. Móðir vinnur stöðugt.
Faðir reikar frá verksmiðju til verksmiðju. Fjár- og
brauðskortur.
Barnsalda, paradís dagdrauma.
O, mikli herra!
Garður, stræti.
Mannsbarn — berfætt, tötralegt. Aldursfélagar: smá-
borgarabörn. \JeI búin. Södd, bústin,' blómleg. Hann —
hungraður, beinaber, blóðlaus.
Mannsbarn vill líka leika sér. En — á honum hafa
menn óbeit: tötralúði, götustrákur. Hann er barinn,
skammaður.
Æ-æ-æ!
Djöfuls betlari! Hvað vilt þú? Farðu burt! Flæmið'
hann burt með grjóti! Fyrirlitlegi lúsablesi!