Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 66
236 Mannsbarn. IÐUNN Burt úr skólanum! Heim! En heima — helvíti. Móðir fær brjálæðisköst. Hjú- skaparharmleikur. Skammir, ófriður, barsmíðar. Hlám- yrði, klámtal. Faðir drakk eins og svín. Varð asni. Hélt við ókunn- ar konu. Arangur — sonur. Móðir grét, grét látlaust. Hár hennar gránar. Heili bilaði. Brjálæði, andlegt myrkur. Faðir verður trúaður, iðrast, þrælar. Eilífar skammir. Faðir gegnir ekki. Hún endurtekur þúsund sinnum. Faðir þegir. Hún reiðist. Gengur að honum. Æpir í eyrað. Hann blossar upp. Slær hana hnefa. Æ-æ! Djöfull! Ófreskja! Hvað gerðir þú þá? En nú! Að lemja mig! Trúa, heiðarlega eiginkona! Svei, svei, svei! Mannsbarn grætur, hágrætur. Pabbi! Mamma! Berðu ekki! Mamma, talaðu ekki svona! Móðir: Þú líka djöfull! Drýgir þú líka hór? Býr þú líka til börn? Hæ-hæ! . . . Mannsbarn hleypur burt. Flakkar á götum. Nætur- skuggar. Regn. Gasljósker: kerti á stöfum. Feldklæddar mannsmyndir. Miðstrætis: Gljáhnappaðir lögregluþjónar! Mannsbarn grætur, stynur, biður. Ó, Mikli Herra! Sér Þú mig? Hjálpaðu! Taktu burt til þín! I himininn! Kæri Jesú, gerðu það, að móðir verði aftur góð! Jesú kæri! Jesú-hús. Mannsbarn krýpur á kné. Myrkur, for.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.