Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 68
238 Mannsbarn. IDUNN markvitundarlaust. Bifreiðar,sporvagnar, leiguvagnar þjóta fram hjá. Borgarar eru á gangi, kviðhristandi skemti- göngu. Skemtigarður. Sár hrygð, sálarkvalir. Hvers vegna á ég ekki ríka foreldra? Guð, hvers vegna setturðu mig hjá? Hvers vegna gat ég ekki valið mér foreldra? Ský gráta. Ljósaskifti. Mannsbarn situr á bekk. Blöð falla af trjám. Sölna á jörðu. Ríki gegn ríki. Maður gegn manni. Fyrir föðurlandið! Föðurlandið er í hættu! Mannsbarn — í skotgröfum. Kúlnahríð. Fallbyssu- druna. Árásir á skotgrafir óvina. Andlega beygður. Skelfing, skelfing! Guð er með okkur! Áfram! Fyrir réttlæti! Stríðsmenn hlaupa. Á jörðu: lík. Ovinur hleypur til móts. Skepna, kvikfé, ófreskjur! — segja menn. Byssustingjabardagi. Húrra! Húrra! Sigur! Á landi óvinarins. Menn urðu skepnur. Menn brenna, myrða, tortíma. Bara óvinir! Börn eru hent á byssustingjum. Þau — bara óvinir! Konur eru svívirtar. Gamalmenni eru skot- in í hel. Þau — bara óvinir. Foringjar eggja, skipa. Meðaumkun, viðkvæmni til fjandans! Mannsbarn sárþjáist. Þú skalt ekki mann deyða! Ekki

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.