Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 74
244
Mannsbarn.
IÐUNN
Sjóleysi.
Mannsbarn lætur fiðlu kveina.
Fátæklegt þakherbergi. Kuldi, eymd, hungur. Niðri —
þrælahúsbændur Mammons. Niðri — borgaralegar alls-
nægtir.
Hryggur mannsbarns bognaður.
Strengirnir kveina. Loftsveiflur. Blóðbrim. Heilinn
þvingast. Hjarta við sprengingu. Holdvefir hunguræpa í
brauð. Sál — eftir henni.
Strengirnir hrökkva.
Ég vil lifa!
Vil elska!
Herbergisloftið yfirfallandi. Mannsbarn kengbognar.
Reynir að rétta úr sér. Réttist hanslíki ?
Strengir gráta, ský tárast.
Dísa, kæra, gyðjan mín! Ekki get ég lifað án þín.
Aðeins einu sinni að elska þig! Aðeins einu sinni að
kyssa, faðma! Aðeins einu sinni njóta Ástar-Edens!
Dísa!
Elskan! . . .
Ha-hæ!
Draugur fortíðar, auðvalds.
Sorti, heilsuspell.
Gamalt!
Gamalt martreður, mer!
Fortíð bindur hendurnar, fætur, líkama, heila!
Ranglæti!
Auðvald þrælkaði, öryrkjaði!
Burt fortíð!
Burt gamalt! Burt ranglæti!
Burt auðvald!
Lifi nýtt!
Lifi framtíð!