Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 75
IÐUNN
Mannsbarn.
245
Mannsbarn einbeitir kröftunum.
Ræðst á móti auðvaldinu. .
Stígur fyrstu spor til móts við framtíð.
Dísa! Dísa!
Eg verð að sætta mig við að sjá af þér.
Dísa hágrætur. Sálarhvirfilbylur í mannsbarni.
Heljarsteinteningar. Kóngulóuvefur stræta. Mannlegt
maurabú.
Mannsbarn skjögrar á malbiki gangstétta.
Auðvaldsbrúðuleikhús. Menn = leikbrúður. Leiktjöld
— bankar, kauphallir, vöruhús. Bruna bifreiðar, spor-
vagnar, almenningsvagnar. Auðvald kippir í þræðina.
Himinrák.
Sólskinsblettur.
Rafmagnsmánar. Oflýstir salir, leikkrár, girðingar. Eyr-
un á mannsbarni fyllir jazzglaumur. Augu —
inni Bakkusarmusteris. Umhverfis borðin ýstrubelgir.
Hringur svínhausa beggja kynja. I kjöftunum er — gull.
Um fingurna — Ieiftursteinar, gimsteinar.
Fóður, ha-hæ! guðafæða matreiðslusnildar.
Matreiðslusnild mannsbarns — hungur! Geltsmýgur
garnirnar með tómleik. Hann fitnaði — fyrirgefið! —
horaðist af æfilöngu brauðleysi.
Svo er! Svo er!
Aftur! Aftur!
Mannsbarni gremst.
Stjórnleysingjar, sprengikúla (ekki sælgætiskúla!)! Rán-
liðar, þér etið brauð vort! Ræningjar, réttarglæpamenn,
blóðsugur mannkyns! Þungaðir bitvargar samfélags! Þér
drekkið blóð vort!
Lifi Iífið!
Lifi vín og konur!