Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 81
JÐUNN Rúm og tími. 251 þ. á., að þeir sáust með berum augum. Einn af þeim hélst í 6 daga og huldi ^too af hálfhveli sólar. Landskjálftar. Óvenjumiklir landskjálftar hafa farið um hnöttinn síðustu ár, og mikil umbrot hafa orðið í iðrum jarðar. — Vísindamaður í Japan, sem T. Terada heitir, hefir þózt finna samband nokkurt með sólflekkj- um og Iandskjálftum á ýmsum stöðum í Japan og Jamaica. Virðist honum fylgjast að á sumum stöðum: lágmark landskjálfta og lítill munur sólflekkja á norður- og suðurhveli sólar. Þetta má stytta og orða'svo: Þegar N -j- S er mjög lítið, þá eru fátíðir land- skjálftar á ýmsum stöðum; en á öðrum stöðum er þó hámark þeirra er svo vill til. Sömuleiðis finst samband millum N og S og loftþunga og hitastigs í gufuhvolfi jarðar. Loftþungi og landskjálfti hlýða líkum lögum, en hitastig lýtur flóknari lögmálum. Eitt er það, að há- mark hita verður þegar (N + S) (N -r- S) hefir mjög mikið eða mjög lítið gildi, en lágmark við miðlungs- gildi. — Stærðartákn þetta er alþekt í tölvísi og nefnist samtala sinnum mismunur. Athuganir þessar vekja athygli mikla, því að eigi þekkja menn neitt til hlítar upptök landskjálfta né eld- gosa, og eigi eru menn heldur á eitt sáttir um upptök sveipa í lofthafi jarðar. Margir telja þó vafasamt, að náttúruviðburðir þessir á jörðu vorri séu háðir flekkjum sólar og eigna tilviljun einni, ef svo virðist vera. Vígahnöttur mikill flaug yfir Suðurengland 25. febr. sl. Fjöldi manna veitti honum athygli og lýsti honunu Telst mönnum svo til af lýsingum þeim, að hann hafi flogið í 100—40 km. hæð, og virtist mönnum hann, undir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.