Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 82
252 Rúm og tími. ÍÐUNN það síðasta, vera á stærð við tungl í fyllingu. Hann bar drifhvítt og skínandi ljós, og lagði frá honum sindur mikið í 3 áttir. Vígahnöttur þessi virtist að því kominn að sundrast af hita, sem kemur af viðnámi Ioftsins. Fer svo um marga vígahnetti, og verður þá lítið vart við leifar þeirra, en stundum falla þeir heilir til jarðar. Hnattlaga fjölstirni. Stjörnuþyrpingar afarmiklar heita svo, og liggja þær allar á mjög fjarlægum stöðvum í rúminu. Ef til vill eru þau við yztu endimörk stjörnu- veldis þess, sem umlykur oss, og eru, ásamt stjarna- mergð Vetrarbrautar, heild fyrir sig. Eigi alls fyrirlöngu hafa menn veitt því eftirtekt, að þau liggja öll á öðru hálfhveli himingeimsins, út frá öðru skauti Vetrarbraut- ar vorrar, en eigi þekkja menn orsakir þess. Fjölstirni þessi eru að eins 91 að tölu, og fjölgar þeim eigi þó að sjóntækin fullkomnist og leitað sé um himingeiminn. Stjörnuveldi. Langt fyrir utan Vetrarbraut vora geysast um rúmið ægimikil þyrillaga sólnasöfn, er nefnd hafa verið sveipþokur eða þyrilþokur (spiral nebulæ). Réttara er að nefna þessa stjörnusveipi stjörnuveldi eða vetrarbrautir, því að þessi ógrynni veralda eru alls eigi þokur, heldur sólnasveipir, miklir að stærð og fjölsettir stjörnum — sannkölluð stórveldi í ómælisdjúpinu. Stjörn- unum er þar stráð um rúmið með geysimiklum inn- byrðis fjarlægðum, líkt og vér þekkjum í geimnum um- hverfis oss. — Stjörnuveldið í Andrómedu er stærst að sjá og líklega næst, enda sést það með berum augum, ef menn vita hvar þess er að leita. Áætla menn það 23.000 ljósár í þvermál og að það renni í 650.000 ljós- ára fjarlægð. Stjörnuveldin eru mönnum ótæmandi rannsóknarefni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.