Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 85

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 85
IÐUNN Rúm og tími. 255 Talning þessi styðst við ljósmvndun — annars væri hún engum fær. — Ljósmyndaþynnum, afarnæmum, er komið fyrir bak við sterka sjónauka. Síðan er himininn allur ljósmyndaður smátt og smátt á þessa leið. Því næst eru ljósdeplarnir taldir í flokkum á mörgum reitum víðs vegar um þynnurnar, og að lokum er reiknað út. Af öllum þvílíkum talningum stjarna álykta menn nú orðið, að stjörnumergðin í Vetrarbrautinni sé að vísu mjög há, en þó endanleg tala. — Að vísu ná eigi ljósmyndaþynnur öllum þessum aragrúa stjarna, sem menn ætla að sveimi í Vetrarbrautinni, en æfinlega kemur það í ljós, þegar skygnst er lengra og lengra út í djúpin, að hlutfallið millum vaxandi tölu daufra stjarna og vaxandi flatar á hvelfingu himinsins minkar og stefnir á núll. Það er: Það þarf æ stærri og stærri flöt á keilubotni þeim, sem ber fyrir ljósop sjónaukans, til þess að eygja nýja stjörnu, til viðbótar því sem fyrir var. Stjörnusveipur Vetrarbrautar gisnar því æ meir og meir, er utar dreg- ur í rúmið, og stjörnuveldið, hversu stórt sem það kann að vera, er þó endanleg stærð, umlukin miklu djúpi, sem staðfest er millum heimskerfanna í alheimsgeimnum. Gagnsæi rúmsins. Væru stjörnurnar óendanlega margar, eða stjörnuveldin óendanlega mörg, og væri stjörnum eða stjörnuveldum stráð jafnt út um allan himingeiminn, þá verður eigi hjá því komist að álykta: að sameinað geislaflóð allra þessara óteljandi sólna gerði alla hvelfingu himinsins að einu skínandi Ijóshafi. Rann- saka menn því gaumgæfilega, hvort eigi sé eitthvað það til í rúminu, sem skyggi á ljósið eða deyfi það á leið þess um geiminn, fram yfir það sem lögmálið um dreif- ingu ljóssins mælir fyrir. — Nýjustu rannsóknir á ljósi því, sem berst til vor frá fjarlægum stjörnum, staðfesta

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.