Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Síða 85

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Síða 85
IÐUNN Rúm og tími. 255 Talning þessi styðst við ljósmvndun — annars væri hún engum fær. — Ljósmyndaþynnum, afarnæmum, er komið fyrir bak við sterka sjónauka. Síðan er himininn allur ljósmyndaður smátt og smátt á þessa leið. Því næst eru ljósdeplarnir taldir í flokkum á mörgum reitum víðs vegar um þynnurnar, og að lokum er reiknað út. Af öllum þvílíkum talningum stjarna álykta menn nú orðið, að stjörnumergðin í Vetrarbrautinni sé að vísu mjög há, en þó endanleg tala. — Að vísu ná eigi ljósmyndaþynnur öllum þessum aragrúa stjarna, sem menn ætla að sveimi í Vetrarbrautinni, en æfinlega kemur það í ljós, þegar skygnst er lengra og lengra út í djúpin, að hlutfallið millum vaxandi tölu daufra stjarna og vaxandi flatar á hvelfingu himinsins minkar og stefnir á núll. Það er: Það þarf æ stærri og stærri flöt á keilubotni þeim, sem ber fyrir ljósop sjónaukans, til þess að eygja nýja stjörnu, til viðbótar því sem fyrir var. Stjörnusveipur Vetrarbrautar gisnar því æ meir og meir, er utar dreg- ur í rúmið, og stjörnuveldið, hversu stórt sem það kann að vera, er þó endanleg stærð, umlukin miklu djúpi, sem staðfest er millum heimskerfanna í alheimsgeimnum. Gagnsæi rúmsins. Væru stjörnurnar óendanlega margar, eða stjörnuveldin óendanlega mörg, og væri stjörnum eða stjörnuveldum stráð jafnt út um allan himingeiminn, þá verður eigi hjá því komist að álykta: að sameinað geislaflóð allra þessara óteljandi sólna gerði alla hvelfingu himinsins að einu skínandi Ijóshafi. Rann- saka menn því gaumgæfilega, hvort eigi sé eitthvað það til í rúminu, sem skyggi á ljósið eða deyfi það á leið þess um geiminn, fram yfir það sem lögmálið um dreif- ingu ljóssins mælir fyrir. — Nýjustu rannsóknir á ljósi því, sem berst til vor frá fjarlægum stjörnum, staðfesta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.