Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 34

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 34
Kirkjuritið. GLEÐJUM GAMALMENNIN. Þegar ég er að lesa sögu safnaðarstarfseminnar í Dan- mörku, koma þessar spurningar oft upp í lmga mér: Hversvegna gjörum vér íslendingar svo lítið að líknar- störfum, samanborið við aðrar þjóðir? Er það af því, að vér séum kaldari fyrir þörf og þrá annara manna en aðrar þjóðir, eða er það af getuleysi? Ég held, að hvor- ugt þetta sé aðalástæðan, t. d. eru Reykvíkingar annálað- ir fyrir það, hve fúsir þeir eru að rétta hjálparliönd, er til þeirra er leitað i nauðsyn. Sýnir það, hve þeir finna lil með öðrum og þeir hjálpa, einn af gnægð sinni, en annar þrátt fyrir fátækt sína. Og svipað mun innræti ann- ara ibúa landsins vera. Ég held, að orsökin sé fremur sú, að menn taka ekki eftir þörfinni og skilja ekki þrá ann- ara manna, sem lifa við önnur lifskilyrði en þeir sjálfir. Hversu mikil þörf 1. d. var á slarfi lil hjálpar fátæk- um og þreyttum mæðrum í Reykjavík, en þó er það fyrst fyrir skömmu byrjað. Þær eru margar mæðurnar í Reykjavík, og reyndar víðar, sem þurfa uppörfun og hjálp, og margar, sem þurfa einhverja hvíld frá lieim- ilisstörfum, ])ó ekki væri nema eina viku eða hálfan mánuð á ári. Ég hygg, að það sé í fyrsta sinni í sumar, að lítill hópur slíkra mæðra fékk fyrir aðstoð góðra manna viku livíld utan heimilis síns; þær dvöldu á Laugarvatni þessa viku. Ég var þá einnig staddur þar og fann þá glöggt og skildi, hve mikil þörfin er á þessu starfi fyrir mæðurnar, og ég gladdist yfir því, að það er byrjað svo fagurlega. Mikið þakklæti eiga þær konur skilið, sem tekið hafa þetta starf upp á arma sína, og innilega vil ég biðja alla,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.