Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Síða 6

Kirkjuritið - 01.07.1936, Síða 6
260 . Embætti og utanfarir. KirkjuritiÖ. og félagsstjórnin leyfir sér að tilkynna yður þetta, vill liún láta í ljósi þá innilegu ósk, að yðar megi enn lengi við njóta og biður Guð að blessa ófarin æfiár yðar“. Undir þá ósk vill „Kirkjuritið“ taka. Heill og gifta fvlgi biskupi að hverju starfi. Ásnmndur Guðmundsson. EMBÆTTI OG UTANFARIR. Embœttispróf í guðfræði tóku þessir menn um miðjan júní- mánuð, og hlutu einkunnir, sem hér segir: Finnbogi Kristjánsson . ... II. eink. betri 92 stig Helgi Sveinsson I. 118% — Hólmgrímur Jósefsson . ... II. — — 92 — Jóhann Hannesson I. 137 — Marinó Kristinsson I. — 106% — Pjetur T. Oddsson I. — 106 — Þorsteinn Björnsson I. — 110 — Fjórir af þeim munu þegar ganga út í prestsskap. Helgi Sveinsson mun verða settur prestur að Hálsi í Fnjóskadal, Hólmgrímur Jós- cfsson að Skeggjastöðum, Marinó Kristinsson er eini umsækjand- inn um Vallanes og Þorsteinn Björnsson er ráðinn aðstoðarprest- ur að Árnesi. Séra Jón Þorvarðsson og cand. theol. Gísli Brynjólfsson komu heim í vor úr utauför sinni. Mun „Kirkjuritið“ flytja i haust greinar eftir báða um mál, sem þeir kyntu sér í utanförinni. Séra Benjamín Kristjánsson dvelur í London um þessar mundir við guðfræðileg vísindastörf. Síðar mun hann heimsækja liáskóla- bæina Oxford og Cambridge. Utanfararstyrkur kandidata úr Sáttmálasjóði hefir á þessu ári verið veittur cand. theol. Jóhanni Jóhannssyni, kennara við gagn- fræðaskólann á Siglufirði. Lausn frá prestsskap hafa þeir fengið frá siðustu fardögum séra Ingvar Nikulásson á Skeggjastöðum (vígður 1891) og séra Ás- mundur Gíslason prófastur á Hálsi (vígður 1895). Séra Friðrik A. Friðriksson hefir verið settur prófastur í Suður- Þingeyjarprófastsdæmi.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.