Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Page 10

Kirkjuritið - 01.07.1936, Page 10
264 Kirkjufundur. Kirkjuritið. horfa á sig með svo miklum skilningi, mildi' og kærleika. Það var sem liann heyrði haiin segja: Guð er þér ekki reiður — hann elskar syndarann, þótt hánn hali syndina — syndir þínar eru þér fyrirgefnar. — Það var sem féllu af honum álaga fjötrar. Hann hafði lesið um frelsarann, þegar hann var barn, en það var fyrsl nú, að kærleikur háns þýddi ís hjartans. Gagntekinn af iðrun og þakklæti krýpur hann í bæn til frelarans. Nýr kraftur er að vaxa hið innra með honum, hjálpræðiskrafturinn, er Páll vitnar um og biður um í texta vorum. Ef einhver liefði breitt fyrir þessa mynd eða tekið hana niður, talið hana úrelta og rifið hana, myndi það ekki verða að teljast ó.viturlega að farið, og bera vott um ónærgætni? Og þótt sami maður hefði i staðinn hengt upp auglýsingu um menningu og framfarir nútímans — myndi það hafa getað orðið þessum bág- stadda manni til sáluhjálpar? Margir munu efast mcð réttu um það. En hér er lika annað að athuga. Vér erum öll í sporum þessa fanga — öll í synd. Ekki í fangelsi að vísu, en ofl í fjötr- tim freistinga og í syndabaráttu. Og hver hefir ckki fallið og það oftsinnis i eirihverjum skilningi? Hver þarfnast ekki kraftar hið innra til að standast — kraftar Guðs til hjálpræðis í þessari viður- eign og í hinum mörgu ósigrum. — En vér eigum líka mynd frelsarans á veggnum. Hún var oss gefin- þegar á barnsaldri. Út frá henni stafar kraftur Guðs til ltjálpræðis hverjum þeim séni trúir. Kristur kallar oss með sigildum mætti sínum til trúar á Guð sem kærleiksríkan föður. Trúin á hið góða gerir mennina sjálfa betri og bjartsýnni. Trúin á Guð kærleikans vinnur að grundvöllun kærleikans í eigin sál. Guð er hið góða, fagra og fullkomna. Þegar hjartað þráir og biður um fyrirgefningu hans og k"aft hans lil að standast árásir hins illa, þá hlýtur að styrkjast máttur hins góða lil sigurs í eigin sál. Og þroskanum miðar — þótt hægt fari — í áttina til þess, sem Páll vitnar um og biður, að Kristur búi fyrir trúna í hjörtum vorum og að vér verðum grundvallaðir i kærleika. Má kynslóð vor við því, að þetta sé torveldað, eða þessu sé lokað fyrir vitund hennar? Má æskan við því, sem alment á oftast í sárustu baráttunni að þessu leyti? Hvað er það í nú- tímanum, sem getur komið í staðinn fyrir þetta? Ég sé það ekki. En vér erum á því stigi þróunar, sem er ekki aðeins háð synd- inni, heldur líka þjáningu og dauða. — Þjáningin. — Hver þekkir ekki hana? — Og hún er viða til, óliáð syndinni, að því er virðist.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.