Kirkjuritið - 01.07.1936, Síða 17
KirkjuritiS.
Kirkjufundur.
271
að lokum náð framgangi í þessari mynd frá n.d.; þá var og efri
deild eftir.
AS loknu erindi sínu bar frummælandi fram þessa tillögu:
„Kirkjiifundur fijrir Snnnlendingafjórðung 21.—23. júni 1936
jiakkar söfnuðum landsins fyrir eindregnar og heillavænlegar á-
Igktanir í prestakallasamsteyynimálinu á siðastliðnu ári, og skor-
ar jafnframt á safnaðarmenn hvarvetna um landið, að vera áfram
á verði og þola eigi neinum að rýra áhrif kristindóms og kirkju
með þjóðinni".
Tillagan var samþykt í einu hljóSi.
Nokkurar umræSur urSu enn um máliS og var samþykt aS
kjósa 5 manna nefnd til þess að bera fram þá ósk viS kirkju-
stjórnina, að fleiri laus prestaköll yrðu sem fyrst auglýst til um-
sóknar. 1 þá nefnd voru kosnir: Séra Friðrik Hallgrímsson, Guð-
brandur Jónsson bóndi, séra Jón Þorvarðsson, Ólafur B. Björns-
son og séra Þórður Ólafsson.
Um kvöldiS kl. 8.30 flutti séra Jón Þorvarðsson
erindi um leikmannastarf erlendis, eftir því sem
honum kom það fyrir sjónir i utanför hans
síðastliðinn vetur.
Um leik-
mannastarf
erlendis.
UM LEIKMANNASTARF ERLENDIS.
ERINDI SÉRA JÖNS ÞORVARÐSSONAR.
Ég hefi verið beðinn þess, að segja hér eitthvaS um leikmanna-
starfsemi kirkjunnar erlendis, eins og ég kyntist henni á ferS
minni í nágrannalöndunum, Englandi, Danmörku og Sviþjóð nú
á síðastliðnum vetri. Ég hefi ekki viljað skorast undan þessum
tilmælum, enda þótt ég hafi ekki sérstaklega lagt stund á að
kynna mér þau mál fremur öðrum. (Hinsvegar hefi ég að sjálf-
sögðu kynst þessari starfsemi að nokkuru eins og öðrum þáttum
kristni og kirkjulífs þeirra landa, sem ég dvaldi í).
Hér á landi hefir leikmanna starfsemi verið lítil fram að síð-
ustu árum. Það er eins og svo hafi verið litið á, að alt ætti að
hvíla á prestunum, þjónum kirkjunnar, bæði störf og stjórn, en
!>lþýða manna, leikmennirnir, voru aðeins áhlýðendur. Að öðru
leyti kæmu kirkjunnar mál þeim ekki mikið við. Þetta virðist vera
arfur frá rómversk-kaþólsku kirkjunni, en þar er þetta viðhorf
eðlilegt, samkvæmt hinni kaþólsku skoðun á kirkjunni. í þeirri
kirkjudeild hefir heldur ekki verið mikið um leikmannastarf, nema