Kirkjuritið - 01.07.1936, Síða 29
Kirkjuritið.
Kirkjufundur.
283
hann lieilluni horfin, að því cr virtist, varð að hröklast sekur
fjörbaugsniaður af íslandi eftir að liafa reynt að boða þar kristni.
Hann sá lítinn árangur af kristniboði sinu, sem þá lika leit út
fyrir að yrði kæft niður. En einn fræðimaður vor hefir sagt, að
svo dýrðlegur árangur af starfi hans hafi síðan kornið í ljós, að
þegar kirkja íslands er reist fáum árum siðar, þá sé það liklega
í dýpstum skilningi verk hans fremur en nokkurs annars íslend-
ings.
Hann sáði því sæðinu, sem i fyrstu virtist fara lítið fyrir og
varð þá strax fyrir frostnæðingi hatursins og skilningsleysins,
en bar þó þann ávöxt og plantaði svo út frá sér, að alt annað
varð að víkja af akrinum og fyrir verkanir ])ess rann friðaröldin
upp yfir ísland fáum árum síðar.
Þetta dæmi sýnir okkur, að við megum ekki láta lnigfallast, þó
árangurinn kunni að sýnast lítiil í bili af prédikunarstarfinu,
það mun samt bera ávöxt í kyrþey sem kristniboð Þorvalds.
En hver einstakur meðlimur kristinnar trúar verður líka að
starfa eftir sinni getu og kveinka sér ekki, þótt hann fái fyrir
það háðglósur óvina Krists. Hver kristinn maður á að vera til
andsvara, hvar sem hann heyrir trú sinni hallmælt á einlivern
hátt. Ef við feimnislaust játum trú vora, þegar svo ber undir,
hvernig sem á stendur, þá hefir það altaf einhver áhrif. Já,
Stefnið hærra, hermenn kristnir,
hefjið sigurvopnin beitt.
Fram í stríðið fyrir Jesíun,
fylkið liði um svæðið breitt.
Hefjið krossins lieilagt merki
hátt á loft i stríðsins raun.
Fram til starfa, Kristur kallar,
krossins bíða sigurlaun.
SAMTÖK OG SAMVINNA
AÐ KRISTINDÓMSMÁLUM.
RÆÐA ÓLAFS BJÖRNSSONAR.
Það er vafasamt, að nokkurar tvær kynslóðir hafi lifað við
eins góð skilyrði, og möguleika lil þess að „una glaðar við sitt“,
eins og þær síðustu. En það er engu líkara, en að mennirnir hafi
bundist samtökum um það, að gera það alt að hefndargjöf.