Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 30

Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 30
284 Kirkjufundur. Kirkjuritið. Að vísti cr alstaðar talað um samtök og samvinnu. En í reynd- inni verður það alt öfugmæli. Því að það eru ekki samtök og sam- vinna nllra þegna hvers þjóðfélags, heldur ekki allra þjóða og kynkvísla, heldur flokka, stétta og sérhagsmuna, þar sem hver flokluir um sig sækir að hinum með öllum þeim eiturvopnum, sem liugur og hönd ,.hins nýja tíma“ getur skapað, til þess að virina sér ímyndað gagn, og hiniim varanlegast tjón. Þetta er sainfélags og frelsisóður vorra tima. Nu ná spyrja. Hefir þetta nýja viðhorf, þessi nýja lífsstefna fært þessu hrjáðu mannkyni alt það, sem ]>að þráði, og hinn „gamli tími“ skygði á, og fyrirmunaði þvi að skygnast inn í og njóta? Ég spyr: Er hatrið og liefnigirnin horfin úr lífi einstakl- inga og þjóða? Er nú von um lengri og varanlegri frið? Eru menri öruggari? Eiga þeir meiri iífshamingju? Eiga þeir meiri þrótt og karlmensku, þegar þeim er „sýnd veiðin“, þó þeim verði hún aldrei gefin? Eiga þeir, þegar á alt er litið, meiri auð- mýkt og fórnfúsan kærleika, sem frekar en nokkuð annað lækn- ar og linar þrautir, og skapar þeim lífshamingju, sem hlaðnir eru líkamlegum, eða andlegum kaunum? Ég svara: Aldrei hefir ægilegri skuggi hvílt yfir þessari jörð frá hafi til iiafs. Alstaðar er uggur og ótti um það, að i nánd sé hið óttalegasta veður, sem yfir heiminn hafi gengið, veður, sem ekki muni aðeins eyðileggja fjármuni þeirra og eignir, heldur ef til vill taka frá þeim fyrir fult og alt það eina, sem þeir i raun og veru eiga, og nokkurs er vert, triina á sigrandi mátt hins góða. Oss er það ijóst, að lífsafl trúarinnar er, og hefir verið hinn mesti orkugjafi mannanriá, verndað þá frá hættmn og bjargað þeim úr eymd. Og okkur er það ljóst, að sem flestir einstakling- ar hverrar þjóðar verða að skoða það sem sinn verkahring, að búa þessu lífsafli beina braut að hjörtum mannanna. Öruggasti vegurinn liggur í gegnum hjörtu barnanna. „Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga“. Um það þarf að hefja samtök í söfnuðunum. Og um fram all þurfa prestarnir að leggja mikla rækt og vinnu í fermingarundirbúninginn, sem vitað er að getur og hefir bjargað mörgum nianni frá andlegu kali. Um kristindóms-, menningar- og mannúðarmál eiga samtökin við. Þar þurfa menn ekki að skiftast á í stéttir og flokka, vinn- andi liverir öðrum mein. Þar getur barnið, maðurinn á mann- dómsskeiði, hinn fullorðni maður, jafnt sem öldungur af öllu lijarta lagt því Jið, sem er , helgast afl um heim“. Fyrir krafti slíkra einhuga samtaka allra kirkjunnar manna myndu margir örðugleikar víkja úr vegi. Það myndi dreifa einhverju af þeim skuggum, sem nú skyggja á útsýni svo margra bræðra og systra.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.