Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 32

Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 32
286 Kirkjufundur. Kirkjuriti'ð. notenda. Myndi það geta liaft nokkur áhrif á rekstur litvarpsins, bæði uni efnisval og þann tíma, er landsmönnum hentaði bezt að hlýða á útvarpsguðþjónuslur. Einnig væri mjög nauðsynlegt að vinna að því, að ekki yrði gálauslega hlýtt á útvarpsmessur á heimilum. Eftir tiltölulega stuttar uinræður var samþykt svo- feld tillaga frá undirbúningsnefndinni: „Kirkjufundur fyrir Sunnlendingafjórðung l!)3(i heitir á söfn- uði landsins að stofna kirkjulegt félag útvarpsnotenda". /hitlasl er til þess, að Dómkirkjusöfnuðurinn og Fríkirkjusöfn- uo'urinn í Reykjavík hafi forystuna í þessu máli. Því næst gangi áhugamenn i söfnuðunum víðsvegar um landið með þeim í eitt félag. Enn var samþykt áskorun til útvarpsráðs um það, að út- varpa barnaguðsþjónustum við og við. í þessu máii málanna höfðu tveir menn frain- sögu, þeir séra Þorsteinn I.. Jónsson og séra Þórður Ólafsson prófastur. Hinn síðarnefndi var málshefjandi í stað Steingríms Benediktssonar kennara í Vest- mannaeyjum, sem tilkynti forföll á síðustu stundu. Séra Þorsteinn tók fyr til máls, lýsti hann andlegu og siðferði- legu hættunni, sem æskumenn eru staddir í á þessum umbrota- tímum, og beindi því næst ræðu sinni að því, hvað kirkjan ætti gjöra. Kirkjan og æskan. KIRKJAN OG ÆSKAN. KAFLI ÚR ERINDI SÉRA ÞORSTEINS L. JÓNSSONAR. Hvað getur kirkjan gert? Ég ætla mér ekki þá dul að lialda, að ég geti fundið það svar við þessari spurningu, sem nægt geti til að bjarga æskunni inn í kirkjuna, en hinsvegar vil ég hér nefiía fjögur atriði, sem er ómaksins vert, að séu hugleidd hér á þessum fundi, og þau eru þessi: 1. Óskipulagsbundin uppfræðsla og vitnisburður trúaðra leilc- manna. 2. Uppfræðsla prestsins sjálfs. 3. Skipulagsbundinn félagsskapur. 4. Kirkjulegir týðskólar. Islenzka kirkjan er ekki svo hamingjusöm að eiga annað eins úrval trúaðra leikmanna, sem vinna markvíst við lilið prestanna bæði leynt og ljóst að úlbreiðslu trúarinnar meðal mannanna, eins og nágrannalönd vor. En hún á samt sem áður marga trú- aða leikmenn innan vébanda sinna. Og ég veit, að þeir eru marg- ir, sem vilja og reyna að hjálpa æskumanninum inn á réttar og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.