Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Page 36

Kirkjuritið - 01.07.1936, Page 36
290 Kirkjufundur. Kirkjuritið. í þessum oröum t'elst „tilskipun" konungsins Krists, varðandi skyldu kirkjunnar gagnvart börnunum. En á hvern veg má kirkjan sem bezt rækja þessa helgu skyldu. Ég ætla mér ekki þá dul, að svara tæmandi þeirri spurningu. En mig langar lil að benda á nokkurar leiðir, sem kirkjan getur farið til þess að vinna sitt helga skylduverk gagnvart börnunum. 1. Vil ég þá fyrst minna á lieimilin. Þar fær barnið sína fyrstu aðhlynningu — og áhrif. Til heimilanna nær kirkjan með liinu boðaða orði og sálgæzlustarfi sínu. Séu áhrifin á heimilinu blessunarrík, njóta þau börn, er þar alast upp, góðs af. Og áreiðanlega eru þeir fleiri með þjóð vorri en tölum verði talið, sem eins og þjóðskáldið geta sagt um móður sina og föður: ,,Enginn kendi mér eins og þú liið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir“. Og þeir eru og verða því fleiri, er það geta sagt, sem áhrif kirkjunnar til lifand krist- indóms eru kröftugri. 2. Þá vil ég nefna bárnaskólana. Þangað koma börnin á ungum aklri, 8—10 ára. Á þeim árum er barnið næmt fyrir áhrifum og því mikilsvert, að áhrifin miði að glæðing trúarlífs og siðleg- um þroska. 1 kristnu landi virðist það ekki ósanngjörn krafa, að kristindómsfræðslunni sé skipað á hinn æðri bekk, eða öllu heldur að hún skipi æðsta sætið meðal námsgreinanna, en sé ekki gjörð að liornreku, svo sem nú er títt við helzt til marga barnaskóla. Og sanngjarnt er, að þeir einir fáist við þá fræðslu, sem liafa unun af henni og geta miðlað börnunum af eigin trúarfjársjóði sínum. Að þessu verður þá líka kirkjan að vinna, án þess að þreytast, þó við mótspyrnu rangsnúins hugsunarháttar sé að etja. 3. Sunnudagaskólum og barnaguðsþjónustum ætti að vera unt að halda uppi í bæjum, kauptúnum og þorpum og þar ann- arsstaðar, sem nokkuð er þéttbýlt. I því efni veltur mest á, að til séu starffúsir verkamenn á þeim starfsakri. 4. Hæli fyrir vangæf börn. Vísi til slíks hælis var komið á fót liér í Reykjavík síðastliðið haust og reyndist ineð ágætum. Sú byrjun ætti að hvetja til stórum aultins starfs á því sviði. 5. Fávitahæli. Vonandi er, að ekki líði lengi úr þessu, að því máli verði komið á framkvæmda rekspöl, svo rækilega sem það mál liefir verið rætt og athugað. 0. Barnaspítala er orðin aðkallandi þörf, ekki sízt í Reykjavík. Þó ég viti, að á margt fleira mætti minnast í því máli, sem hér er um. að ræða, ætla ég að láta liér staðar numið. Aðeins vil ég að síðustu taka þetta fram. Einhver tryggasta leiðin til vaxandi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.