Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Page 43

Kirkjuritið - 01.07.1936, Page 43
KirkjuritiÖ. Prestastefnan. 297 |)ing. Margt hefir breyzt hjá oss, síðan er ég í fyrsta skifti naut þeirrar ánægju að bjóða presta velkomna til prestastefnu-halds, og er þar fyrst að minnast hinna mörgu starfsmanna kirkju vorrar, sem þá voru hér viðstaddir, en síðan hafa verið, að end- uðu dagsverki, kallaðir héðan inn til hinnar eilífu hvildar, eða til þess að njóta hvíldar frá embættislegu æfistarfi sínu í friði æfi- kveldsins. Af þeim 27 andlegrar stéttar mönnum, sem ])á komu liér saman, eru nú aðeins 10 í embættum, en 5 liafa látið af embætti og eru 12 dánir. Þá var tala þjónandi presta hér á landi 111 (þvi að enn var breytingin á skipun prestakalla, sem lögin 1907 ráð- gerðu, ekki gengin í gildi), nú eru þeir 97, sem prestþjónustu hafa á hendi. A þessu senn 20 ára tímaskeiði, sem ég liefi verið biskup, hafa alls verið reistar 34 nýjar kirkjur (þar af 26 stein- kirkjur, en 8 timburkirkjur). Og á sama timabili hafa 46 prestar fengið viðunanlegar bætur á húsakynnum sínum: Á 27 prestssetr- um hafa verið reist riý prestsseturshús úr steini, 7 steinhús hafa verið keypt lianda prestum og 6 timburhús, og 6 prestsíbúðir feng- ið svo gagngerðar umbætur, að nálega geta talist nýjar. Ég gæti hér og nefnt það, sem mér er sérstakt gleðiefni að geta minst á, hversu kirkjuleg og kristileg fundarhöld hafa orðið miklu tíðari hér á landi en nokkuru sinni áður. Loks mætti minna á þær breytingar, sem orðið hafa fyrir áberandi fórnfýsi safn- aðareinstaklinga víðsvegar um land og miða að því, að skreyta kirkjurnar og búa þær ýmsum góðum munum, messu- og altarisskrúða, ljósatækjum, altaristöflum, hljóðfærum o. fl.. Geri ég ráð fyrir, að meira hafi að slíkri gjafmildi kveðið síðasta mannsaldurinn, en nokkuru sinni áður. Þetta, sem nú hefir verið nefnt, er bjarta hliðin á því, sem auganu mætir, er ég liorfi til haka yfir það tímabil, sem hér er um að ræða. En því miður gætir einnig áberandi dökkra hliða, seni sizl er ánægjulegt að horfa á, þótt ekki verði hjá því komist. Á ég þar sérstaklega við það, live mér finst sókn helgra tiða hafa farið minkandi víða Urn land, afræksla kveldmáltíðarinnar hafa ágerst ár frá ári og helgar kristilegar venjur smámsaman lagst niður alt of viða. hika má minna á það, hversu beinn mótþrói og andúð gegn kristindómi og kirkju hefir orðið berari en nokkuru sinni áður, sv° að enda hafa félagsskapir myndast beinlinis í þeim tilgangi að sporna við áhrifum úr þeirri átt. Þegar ég þvi á þessum tímámótum æfi minnar horfi fram á leið og hugsa til þess, sem komandi tímar kunna að bera í skauti sí»u, þá finst mér útlitið í ýmsu tilliti ískyggilegt. Ég á þar ekki fyrst og fremst við þá miklu afkomu-erfiðleika, sem þjóð vor á við að búa ó nálægum tima, þar sem svo margir standa uppi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.