Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 45

Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 45
Kirkjuritið. Prestastefnan. 299 er þar mestur sem þau mál eru, sem henni hefir verið falið að vinna fyrir og lielga krafta sína. Mættu því þessar samverustundir, sem vér eigum fyrir hönd- um á þessari prestastefnu vorri, verða lil þess á einhvern iiátt að efla með oss áhugann á starfinu og skilninginn á mikilvægi þess fyrir þjóð og einstaklinga, ekki sízt á nálægum tímum bar- áttu, erfiðleika og öngþveitis. Að svo mæltu býð ég yður alla hjartanlega velkomna liingað og óska þess, að samverustundirnar megi verða oss öllum liinar uppbyggilegustu. Ég býð einnig velkominn hingað þann mæta landa vorn, séra Hauk Gíslason frá Khöfn, sem nú um mörg ár hefir með iof- samlegum áhuga haldið uppi íslenzkum guðsþjónustum í Khöfn fyrir landa vora, er þar dveljast í dreifingunni, og reynsl svo mörgum landanum þar ytra hjálparhella, er til hans ieituðu, þótt lítt hafi verið á lofti haldið. Mér er það sérstök ánægja, að bjóða þann mætismann velkominn í okkar hóp. Á því fardagaári, sem liðið er síðan, er vér komum hér síðast saman, hefir enginn hinna ])jónandi presta hér á landi látist. Aftur hafa tveir uppgjafaprestar dáið á árinu, sem sé þeir séra Sigurður próf. Gunnarsson og séra Páll Stephensen. .... Vér eigum á þessu ári tveimur prestsekkjum á bak að sjá, frú Ingunni Loftsdóttur, ekkju séra Einars Þórðarsonar i Hof- teigi og frú Þórunni fíjarnadóttur, ekkju séra Sig. Stefánssonar í Vigur. Ennfremur hafa á þessu ári látist tvær mætar prestskon- ur, frú Anna Pétursdóttfr, kona séra Ásm. próf. Gíslasonar og frú Þuriður Filippusdóttir, kona séra Jóns N. Jóhannessens á Stað í Steingrímsfirði, báðar orðlagðar sæmdarkonur og sárt treg- aðar af eiginmönnum og börnum. .... Samkvæmt aldurshámarkslögunum áttu þrír prestar að láta af embætti nú i fardögum, þeir séra Ofeigur próf. Vigfússon, séra Theódór Jónsson á Bægisá og séra Matthías Eggertsson í Grímsey, er allir urðu 70 ára á næstiiðnu fardagaári. En fyrir eindregnar áskoranir safnaða sinna, hafa þeir allir hlotið fram- lengingu starfstíma síns, unz öðruvísi kunni að verða ákveðið. Einn þeirra, séra Matthías Eggertsson, hefir þó ekki óskað lengri framlengingar en um eitt ár. Tala hinna þjónandi presta er þannig 95 (að meðtöldum þeim uppgjafaprestum, sem enn þjóna, 97), og einn aðstoðarprestur að auki. Að lögum eru prestsembættin innan þjóðkirkjunnar 109 (að meðtöldu þó einu prestakalli (Bægisá), sem á að hverfa úr tölu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.