Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Page 47

Kirkjuritið - 01.07.1936, Page 47
Kirkjuritið. Prestastefnan. 301 endurbyggja á þessum nýja stað, þar seni kirkja hefir aldrei áður verið. Þessa kirkju vígði óg ö. sunnudag eftir páska. Hin kirkjan hefir verið reist á Flateyri í Önundarfirði, og stendur nú til, að hún verði vígð í næsta mánuði. Báðar eru kirkjur þessar hinar vönduðustu að allri smíði, og hefir ekkert verið sparað lil að gera þær sem hezt úr garði. Um kostnaðinn við byggingu þeirra er mér ekki kunnugt enn, en ég geri ráð fyrir, að hin fyrnefnda kirkja hafi kostað c. 15—l(i þús. kr., en hin síðarnefnda senni- lega c. 22 þús. kr. Verður ekki annað sagt, en að þetta beri vott um áhuga hjá nefndum söfnuðum, er færast annað eins í fang á jafn erfiðum tímum. Eins og kunnugt er, hefir um allmörg ár verið mikill reipdráttur innan sóknar um hvar Miklaholtskirkju skyldi endurreisa, því þeir voru allmargir í sókninni, sem vildu að hún yrði endurreist á sínum gamla stað (og svo leit biskup á málið í byrjun), en urðu í minni hluta að lokum. Sagt er mér, að nú séu aðeins 3 heimili, sem lialdi fast við þá skoðun, en von- andi er, að þau, er fram liður, sætti sig við það sem orðið er. Tjarn- arkirkju á Vatnsnesi hefir enn ekki tekisl að fá fullgerða, en von- andi er, að það takist nú á þessu ári. Þá hefir einnig verið á- formað, að flytja Staðarkirkju í Súgandafirði inn að Suðureyri og endurreisa hana þar sem steinsteypukirkju. Hvort byrjað verð- ur á þvi á þessu sumri, veit ég ekki með vissu, en lofsvert má það sannarlega heita af ekki stærri söfnuði, að hafa safnað svo miklu fé, að jafnvel er húist við, að sú nýja kirkja verði reist án nokkurrar lántöku af hálfu safnaðarins. Loks mun nú vera farið að undirbúa byggingu hinnar nýju Hallgrímskirkju í Saurbæ, svo að þess getur úr þessu ekki orðið langt að bíða, að sú minningar- kirkja rísi af grunni, enda er nægilegt fé fyrir hendi til þess að koma upp hinu veglegasta guðshúsi þar efra. Svo sem kunnugt er, hefir því á siðustu stundu verið hreyft, að hreyta bæri frá þvi áformi að reisa þessa Hallgrímskirkju i Saurbæ og því haldið fram, að hana bæri að reisa í Skálholti. En vonandi fær sú liug- mynd engan byr, enda verð ég fyrir mitt leyti að líta svo á, að slikt geti ekki komið lii nokkurra mála, þar sem vitanlegt er, að samskotin til Hallgrimskirkjunnar eru öll miðuð við Saurbæ sem væntanlegan kirkjustað, og væri það þvi beint á móti til- gangi gefendanna víðsvegar um land, ef nú yrði horfið frá því að reisa kirkjuna þar, sem altaf hefir verið gerl ráð fyrir, að hún yrði reist og allur undirbúningur verið miðaður við. Þar við bæt- ist svo, að Skálholt, bæði staður og kirkja, er nú orðið ríkiseign, og skyldan til að reisa þar kirkju, hvílir þvi á hinu opinbera. — Það er eftirtektarvert, hve álnigi safnaða víða um land á að koma sér upp nýjum og vönduðum kirkjum er lifandi, og það á sama

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.