Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 52

Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 52
306 Frá Indlandi. Kirkjuritiö. á hann sem eign embættismannastéttarinnar, nema því aðeins að samþykki þeirrar stéttar komi til“. „Prestastefnan skorar á Alþingi, að fresta ekki lengur að greiða úr kirknamáli Reykjavíkur í þá átt, sem lagt var til í frum- varpi því um þetta efni, sem lá fyrir síðasta Alþingi". „Prestastefnan skorar á þing og stjórn að lögleiða það, að ekkjur opinberra starfsmanna haldi fullum launum 3 mánuði eftir fráfall mannsins". Erindi Fyrir utan framsöguræður voru flutt nokkur er- indi á prestastefnunni, eða í sambandi við hana. Jón Þorvarðsson prófastur talaði í Dómkirkjunni um kirlcjulíf á Englandi. Jóhann Hannesson cand. theol. flutti fyrirlestur um kröfur nútímans til heiðingjatrúboðsins. Dr. Magnús Jónsson prófessor skýrði nokkura erfiða staði í bréfum Páls postula. Aðalfundur Biblíufélagsins var haldinn í sambandi við prestastefnuna. Rætt var um fram- tíðarstarf félagsins að útbreiðslu Biblíunnar. Eign um síðustu ára- mót var 18364,32 kr. Stjórn Biblíufélagsins skipa nú: Biskupinn, Dómkirkjuprestur séra Bjarni Jónsson og prófessor Magnús Jóns- son. Endurskoðendur eru prófessor Sigurður P. Sívertsen og séra Árni Sigurðsson. Á. G. FRÁ INDLANDI. í aprílliefti „Kirkjuritsins" þ. á. var grein um það, hve miklar horfur væru á því, að lægst setta fólkið á Indlandi myndi snúast meir og meir til kristinnar trúar, undir forustu dr. Ambedkars lagaskólastjóra í Bombay. Nýjustu fréttir þaðan að austan sýna, að þessar horfur fara sífelt vaxandi. Sérstaklega vekur ])að at- bygli, sem er að gjörast í héraðinu Ezhava í Travancore norðar- lega á suðvesturströnd Indlands. Þar er tæp miljón manna, sem Hindúarnir telja réttlausa með öllu og banna aðgang að musterum siiium. Þetta er þróttmikið fólk, félagslynt og framgjarnt. Margt af því hefir hlotið gott upp- eldi, og það á miklar eignir, góð hús og jarðir. Meðal þess eru og liafa verið lögmenn, skáld, læknar og trúmálaleiðtogar. Nú liefir gangur stjórnmálanna og ýmsra annara mála leikið það svo, að það sér ekkert bjargráð framundan annað en það að gjörast kristið. Þrjátíu fulltrúar þess komu saman á fund og sam- þyktu með öllum þorra atkvæða, að Ezhavabúar skyldu taka kristni. Því næst var leitað álits héraðsbúa alment, og víðast hvar hafa 60—4)0 af 100 greitt atkvæði með kristnitökunni.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.