Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Síða 54

Kirkjuritið - 01.07.1936, Síða 54
KirkjuritiS. AÐALFUNDUR PRESTAFÉLAGS ÍSLANDS. , Á sunnudag, 28. júní, jjegar leið að nóni, fór stór UrUOSþjonusta bill meS fundarmenn frá húsi K. F. U. M. i *. ^lnSva a- Reytjavik á stað til Þingvalla. Skömmu eftir jjað lr ^u‘ er til Þihgvalla kom, var gengið lil kirkju. Fylt- ist hún fljótt af fólki, svo að margir urðu að standa. Sóknarprest- urinn séra Hálfdan Helgason var fyrir altari á undan prédikun, en séra Gísli Skúlason steig í stólinn og flutti fagra ræðu út af guðspjalli dagsins, sögunni um týnda soninn. Síðan fór liann fyrir altari og tók til altaris. „ ., . ,. „ Formaður félagsins, Sigurður prófessor Sívert- ei ín 1 or- sen vígslubiskup, gat ekki sótt fundinn sökum veikinda. Var þess mjög saknað, því að hann hefir jafnan á undanförnum árum átt veigamesta þáttinn í fund- arstörfunum og sett sinn svip á þau. Ákváðu fundarmenn þegar að senda honum kveðju sina í símskeyti: „Við setningu aðalfundar minnist Prestafélag íslands formanns síns og sendir honum blessunaróskir, vinakveðjur og jjakkir fyrir ágætustu störf á liðnum árum‘‘. Seinna barst fundinum aftur skeyti frá honum: „Þakka skeytið, samvinnu liðinna ára og bróðurhug. Óska, að Prestafélagið eflist til vaxandi áhrifa. Sendi fundarmönnum beztu kveðjur“. „ , ,, F'undurinn var heldur í fásóttara lagi. Munu un arso n. mi]d] kirkjufundahöld undanfarið ef til vill hafa valdið nokkuru um það. Á fundinum voru auk biskups landsins 20 prestvígðir menn og 3 guðfræðiskandídatar. Ennfremur komu á hann tvær prestskonur. Á sunnudagskvöldið kl. 8.30 var gengið til dag- skrár. Prófessor Ásmundur Guðmundsson gaf fyrir hönd Prestafélagsstjórnarinnar skýrslu um störf hennar á liðnu ári. Félagið liefir ekki gefið út annað rit en „Kirkjuritið" að þessu sinni, enda kostar útgáfa þess mikið fé. En kaupendur þess eru miklu fleiri en að „Prestafélagsritinu“ áður, og kirkjunni hefir verið góður styrkur að því á þessuin Skýrsla stjórnarinnar.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.