Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Síða 57

Kirkjuritið - 01.07.1936, Síða 57
Kirk.juritið. Aðalfundur Prestafélags íslands. 311 stjórnarstörf, en þakkaði jafnframt innilega alla samvinnuna á liðnum árum. Gat ræðumaður þess, að prófessor Sigurður P. Sívertsen hefði verið einn af stofnendum Prestafélagsins 1918 og jafnan síðan í stjórn ]>ess, en formaður 12 síðustu árin. Nefndi hann nokkur tielztu störfin, sem hann hefði unnið fyrir félagið og hvernig hann hefði markað stefnu þess til heilla kristni og kirkju; hefði hann verið „lífið og sálin“ í því og myndi nafn hans tengt órofaþáttum við sögu þess. Lauk hann máli sínu með því að It'ggja það til fyrir hönd Prestafélagsstjórnarinnar, að fundurinn kysi prófessor Sigurð P. Sivertsen vigslubiskup að heiðursfor- seta Prestafélagsins. Tóku fundarmenn undir það með því að rís'a úr sætum sinum. Prestafélagsstjórnin sendi prófessornum síðar þetta ávarp: „Prestafélag íslands flytur þér, herra prófessor Sigurður P. Sí- vertsen vígslubiskup, hugheilar þakkir fyrir störf þín í þágu þess, þar sem þú hefir verið einn af stofnendum þess, í stjórn frá upp- hafi og formaður tólf síðustu árin. Störf þín hafa verið harla giftu- drjúg, brautryðjandastörf, unnin af frábærum áhuga, alúð og sam- vizkusemi, og í trausti lil Guðs, sem ávöxtinn gefur. Hans sam- verkamaður hefir þú um fram alt viljað vera, og mikil blessunhefir fylgt starfi þínu fyrir kristni og kirkju. Prestafélagið hefir því nú á aðalfundi sínum, 29. þ. m., er þú lætur af formannsstörfum, kjörið þig í einu hljóði heiðursforsetu Prestafélags íslands. Um Ieið og félagsstjórnin leyfir sér að tilkynna þér þetta, bið- ur hún Guð að vernda þig og blessa og gefa þér enn að vinna félaginu sem mest til heilla“. Stjórn Prestafélagsins var endurkosin, nema í hið auða sæti var kosinn séra Árni Sigurðsson. Stjórnina skipa því nú; Prófessor Ásmundur Guðmundsson, formaður. Fríkirkjuprestur séra Árni Sigurðsson. Dómkirkjuprestur séra Bjarni Jónsson. Séra Friðrik Hallgrímsson. Prófessor Magnús Jónsson, ritari. Endurskoðendur voru kosnir hinir söniu og áður: Præp. hon. séra Kristinn Daníelsson. Prófastur séra Þorsteinn Briem. Stjórnar- kosning. Vídalíns- klaustur í Görðum. Séra Björn O. Björnsson flutti erindi um hug- mynd Jens Bjarnasonar um stofnun hressingar- hælis og fræðsluseturs fyrir presta landsins, að Görðum á Álftanesi, til minningar um Jón

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.