Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Síða 13

Kirkjuritið - 01.12.1939, Síða 13
Kirkjuritið. Gimsteinn á dagana festi. .355 Vér höfum ekki altaf möguleika til að kveikja stór ljós. Vér erum háð baráttu tvísýnu, og fæstir munu liafa nema lítið hrot þess, sem þeir gætu óskað að geta um sig haft eða vonir liafa slaðið til. En svo dásamleg er jólagjöf algóðs Guðs til vor, svo dásamlegur er máttur op- inberunar og afrek frelsarans, að vér getum orðið svo furðulega óháð hinum erfiðu kjörum. Frelsarinn á inátt til að lyfta oss upp vfir þau og sjá sól og birtu, elsku og angan, þrátt fyrir þröngan hag í ýmsum skilningi. Dæmi, sem þelta sanna, eru svo óteljandi á öllum tímum kristn- innar, að þau ætti að vera óþarft að nefna. Það má minna á postulann, sem mitt í ofsóknum og hinum hörð- ustu kjörum lýsir friði Guðs í sálinni, sem æðri sé ölluln skilningi; — og í fangelsi og fjötrum segir hann: „Verið glaðir. Ég segi aftur — verið glaðir. Ljúflyndi yðar sé kunnugt öllum mönnum“. Og dásamlegir vitnisburðir þakklætisins streyma af vörum lians. Hvílik birta hið innra! — Hvílik jólaljós í sálu! Fyrir undursamlegan frelsandi mátt drottins Jesú hefir mannssálin getað orðið máttug í veikleika sínum, máttug til að lyfta sér svo upp yfir margvíslegar urðir og klung- ur óblíðra hérvistar kjara, að þess eru fjölda dæmi, að hinn fátæki hefir fvrir það getað orðið auðmanninum sælli, — hinn sjúki átt meiri gleði en liinn lirausti. Hvað er undur, ef þetta ber ekki að undrast? Vér getum ekki efast um þessi undur. Þau birtast svo þráfaldlega nærri oss, og sjálfsagt að einhverju Icyti i lífi allra, sem kenna sig við Krist. En úr því að slík undur geta gerst öld eftir öld fyrir áhrifamátt hans, sem á jólunum fæddist, hvað skal þá efast um það, að dásemdir hafi gersl við komu hans í þennan heim? Atburðirnir i Betlehem eru ekki nema sem eðlilegt forspil allra þeirra dásemda, sem alla tíð síðan rekja rætur sínar til hans. — Eins og jólaljósin varpa ljúfustu birtú inn í barnsins sál, eins er um alla kristna menn gagnvart ljósi opinberunar frelsarans. Ilið furðu-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.