Kirkjuritið - 01.12.1939, Side 15
Kirkjuritið.
Gimsteinn á dagana festi.
357
þessu sviði, sem Jjirtan, er út frá jólunum stafar, kem-
ur til vor mannanna með hjálpræðismátt sinn. Undur-
samlegir hlutir eru unnir oss til lianda. Með hinum dá-
samlegasta hoðskap og guðdómlegri elsku boðar frelsar-
inn mannanna börnum fyrirgefningu syndanna, og hann
Ivftir upp fyrir oss fortjaldi hinna dýrðtegustu bústaða
handan við gröf og dauða. „í húsi föður míns eru mörg
lúbýli og ég fer burt að húa yður stað, — og ég mun taka
yður til sjálfs mín, til þess að þér séuð og þar, sem ég
er.“ Og upprisa hans er innsigli staðreyndanna á þennan
hoðskap.
Fyrir þennan hjálpræðismátt hans, sem á jólunum
fæddist, hefir vitund manna gefist möguleiki til að sjá,
jafnvel áður en hérvistarlífið er alveg sloknað, sjá inn í
dásamlega tilveru, — sjá unaðslegar verur koma á móti
sér, — angandi blóm og mikla unaðslega birtu. — Það eru
mörg dæmi til þvílikra sýna, ekki sýzt hjá börnum.
Hvað eigum vér að segja um þetta? Getum vér nokkuð
annað g'jört en fallið á kné, gagnteknir af undrun, lotningu
°g þakklæti til hans, sem „kom og gjörðist fátækur vor
vegna, til þess að vér skyldum auðgast af fátækt hans“
og lofað góðan Guð fyrir, að til er „sú rödd, er brevtir
daufri nótt í dag, og dauðans ópi snýr í vonarhag“.
***
Kynslóð vor mun all-alment haldin ekki svo litlum vits-
^iunaþótta. Þess vegna mun það ekki óalgengt nú, að
nokkur efi um raunveruleika fylgi þeirri undrun, er frá-
saga jólaguðsspjallsins vekur. En þegar það er athugað,
sem liér hefir verið á minst, þá virðist mér það liefði
mátt teljast miklu furðulegra og' ótrúlegra, ef ekkert ó-
vanalegt hefði gerst við fæðingu frelsarans á jörðu. —
Atburðirnir í Betlehem eru heldur ekki einu undrin, er
uiæta hugsun vorri. Hver, sem vel teknr eftir, sér, að hann
er ‘iaglega umkringdur furðulegum hlutum í sköpunar-
verki Guðs. — Og hinn dásamlegi kærleiksmáttur frels-
arans á mannleg hjörtu, sem opna sig fvrir lionum, — trú-