Kirkjuritið - 01.12.1939, Side 19
Kirkjuritift.
Kirkja Fínnlands.
361
kólsks kyns. Auk þessara tveggja slofna búa Lappar á
við og dreif í nyrztu héruðunum.
Ég veit ekld, hvort menn hafa gerl sér grein fyrir því,
þegar minst er á kirkju Finnlands, að lnin er miklu yngri
en kirkja Islands. Og þetta lætur undarlega í eyrum. —
Þegar kristni var lögtekin hér árið 1000, þá hafði finsku
þjóðinni engin vitneskja horist um kristindóm. Enn sat
liún í myrkri lieiðindómsins. Það er ckki fyr en á 12. öld,
er Svíar fara að leggja undir sig Finnland, að hún kynnist
honum. Krossferðatímahilið hafði gengið vfir álfuna og
nú beina Svíar krossferðum sínum í Austurveg.
Hin fyrsta Finnlandskrossferð var farin laust eftir miðja
12. öld. Sjálfur Uppsalabiskupinn, Henrik að nafni, tók
þált i henni. Varð mikið ágengt i þeirri för að kristna
•andið. Biskupinn varð eftir í landinu til að vinna að efl-
higu kristindómsins. En hann var mvrtur. Síðar varð liann
einn helzli dýrlingur Finnlands í katólskum sið. Með
lyrstu krossferð getum við sagt, að kirkja Finnlands verði
lyrst til. En þá og lengi siðan var landið biskupslaust, og
laut Uppsala-biskupsdæmi, er þá var nyrsta biskupsdæmi
Kviþjóðar. Landvinningum og trúboði Svía hélt áfram
> Finnlandi og sóttist seint. Um miðja 13. öld og undir
lok liennar voru farnar tvær meiri háttar krossferðir til
Mið- og Austur-Finnlands og urðu þær báðar mjög blóð-
llgar. En eftir þær má þó telja, að Svíar hafi náð vfir-
ráðum yfir Finnlandi og kristnað þjóðina að vísu aðeins
að nafni til. Og kristnil)oð meðal Lappanna og afskektustu
héraðanna þektist ekki fyr en löngu siðar. Af þessu, sem
hér hefir verið sagt í mjög stuttu máli, má sjá, að kirkja
Éinnlands er miklu vngst Norðurlandakirknanna. — Og
alt katólska tímabilið er hún mjög veigalitil og elur enga
verulega afburðamenn. Þó eignast hún biskupsstól í Ábo
seint á 13. öld, er fyrst laut Lundar og síðan Uppsala bisk-
api. Er Ábobiskupsdæmið hið eina i landinu langt fram
vfir siðbót. — En það er ekki fyr en með henni, að kristin-
dómurinn festir verulega rætur hjá þjóðinni.