Kirkjuritið - 01.12.1939, Qupperneq 21
Kirkjuritið.
Kirkja Finnlands.
363
una. Svo sterk voru áhrif Agricola á þjóðina, að þegar
Jóhann konungur III., sonur Gústafs Vasa, er hneigðist
til kaþólsks siðar, vildi innleiða „Rauðu bókina“ (helgi-
siðabók í kaþólskum anda), var því illa tekið og féll til-
raun hans um sjálfa sig. — Starf finsku kirkjunnar eftir
daga Michaels Agricola er hið merkasta. Ivirkjan eignaðisl
marga dugandi og áhugasama menn á biskupsstóli. Fvrir
forvstu þeirra gengu prestar kirkjunnar duglega fram í
því að eyða fáfræðimyrkrinu, sem mestur hluti þjóðar-
innar var hneptur í. Prestarnir höfðu lestrar- og skriftar-
kenslu á hendi og höfðu alt fram á 20. öld, a. m. k. í af-
skektari bygðunum. Þegar skólaskyldan var lögleidd, kom i
ljós, að fáir voru ólæsir og óskrifandi. Ber það kenslu prest-
anna gott vitni. Kirkjurnar um hið víðlenda og slrjál-
hygða land komust undir eina stjórn, og fólkinu var boðað
hið lifandi orð fagnaðarerindisins. Farandprestar eða. trú-
hoðar voru sendir í Lappabygðirnar, sem hingað til voru
heiðnar — þó að til skamms tíma Iiafi þótt hera við, að
Lapparnir væru blendnir í trúnni.
- Eins og ætla má, hafa helztu trúarstefnurnar, er geng'-
ið hafa vfir Evrópu á liðnum öldum síðán daga siðabót-
arinnar, ekki farið alveg fram hjá Finnlandi. Má þar
uiinna á rétttrúnaðarstefnuna (orþodoxíuna), er ól marga
dugandi menn, er efldu kirkjuna út á við og skipulögðu
starfsemi hennar. Skynsemistrúin (rationalisminn) lagði
mikla áherzlu á veraldleg umsvif prestanna. Enda kom
hún þeim sið á, er lengi liélzt síðan, að prestarnir hefðu
hrepps og félagsmál flest í hendi sér úti um landið, og'
hlóðust þannig á þá mikil störf, en um leið völd.
Báðar þessar stefnur hygðu upp líkama finsku kirkj-
unnar, skópu henni áhrif og mátt ytra séð. —En nú kom
þriðja stefnan til sögunnar, vandlætingastefnan (pietism-
inn). Hún varð mjög sterk í Finnlandi. Hún efldi anda
kirkjunnar, lilúði að trúarþeli barna hennar. Hún kom
M stað merkilegum trúvakningastefnum, sem kirkjusaga
íslands á engar liliðstæður að.