Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 24
Sigurjón Guðjónsson:
Nóv.-Des.
366
finska þingið skóp kirkjunni, vildi það votta henni viður-
kenningu og þakklæti fyrir menningarbaráttu hennar og
frelsisbaráttu og heillavænleg áhrif í finsku þjóðlífi.
Kirkjan átti miklar eignir, er hún varð frjáls og hin
nýja löggjöf gekk í gildi. En þinginu datt ekki í hug að
ræna hana þeim. Hún hélt þeim öllum, og arðinum af
þeim er varið til hinnar margbreyttu starfsemi hennar.
Þessar eignir eru' aðallega fólgnar í jarðeignum og víð-
lendum skógum, er gefa af sér miklar tekjur. En kirkjan
þarf líka á miklu fé að halda, þar sem hún verður að launa
úr eigin sjóðum alla sína starfsmenn, að sleptum þeim
fáu, er áður er getið um og ríkið borgar beint úr sínum
vasa. Og nægja ekki til þess tekjur hennar. Greiða ein-
staklingar og stofnanir allháa skatta til kirkjunnar.
Launakjör finskra presta mega heita fremur góð, þó að
þau standi að haki kjörum sænskra stéttarbræðra þeirra,
og aðbúð þeirra má heita ágæt, a. m. ef liorið er saman
við þau, er margir íslenzkir prestar eiga við að húa. Þó
mun því nokkuð ábótavant i afskektustu liéruðunum.
Hið mikla málstríð, sem liefir verið svo hart í Finnlandi
um langt skeið milli sænsku og finsltu, hefir lengst af
bakað kirkjunni, sem öðrum stofnunum, mikla örðug-
leika. I mörgum söfnuðum er það svo, að sænsku- og
finskumælandi menn eru að heita má jafn margir, og var
þá ekki vandalaust fyrir prestinn að gera báðum til hæfis,
en að sjálfsögðu varð hann að prédika á báðum málun-
um, sem eru í mesta máta fjarskyld. Einu sinni var ég
viðstaddur kvöldguðsþjónustu í Helsingfors, þar sem fyrst
var sunginn sálmur á sænsku eftir Runneberg. Því næst
flutti presturinn ræðu á finsku, þá sömu ræðu á sænsku
og loks var sungin finsk þýðing á sálminum, er sunginn
var eftir Runeberg í upphafi guðsþjónustunnar. Þetta
er saga, sem altaf er að endurtaka sig.
Merkileg tímamót verða í kirkjusögu Finnlands 1923,
er sæiiski minnihlutinn fær sérstakan biskupsstól í Borgá,
Runebergsbænum, böfuðvígi sænskrar menningar i Finn-