Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 32

Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 32
374 Sigurjón GuÖjónsson: Nóv.-Des. Kirkjusöngur i Finnlandi virtist mér góður og' mikill áhuga á ])vi að efla hann. Sænskan er með afbrigðum hljómfögur í söng, eins og við vitum, en ekki virtist mér finskan síðri í þessu efni, og stuðlar að þvi hin mikla hljóðstafaauðlegð hennar. Eg skil ekkert orð i finsku og get því ekki dæmt um sálmakveðskap Finn-Finna eða orðið, sem ég lieyrði sung- ið. En sænskumælandi prestar sögðu mér, að Finn-Finnar ætlu margt mjög fallegra sálma, og mundu ekki standa að haki nágrannaþjóðunum i því efni. — Sænsk-finska sálmabókin var undirhúin að mestu af skáldinu og föður- landsvininum .1. L. Runeberg, en við hana var aukið all- mikið fyrir 10 árum. Tvö öndvegisskáld Finnlands á 19- öld eiga þar langflesta sálma, Runeberg 60, en Topelius 35. Það var mikið happ kirkju Finnlands, að tvö langmestu skáld landsins skyldu vera trúaðir kirkjunnar menn. -— Ai sálmaskáldum síðustu ára eru tvö mjög merk, A. Toko- lander fræðslumálastjóri, nýdáinn, og Jakob Tegengren, eitt af heztu ljóðskáldum sænskra Finna nú á dögum- Hann er maður rúmlega sextugur og er bankastjóri i Vasa i Austurbolnum. Það hljómar eins og öfugmæli, að mesta núlifandi sálmaskáld sænskra Finna skuli vera bankastjóri, en það er í sjálfu sér ekkerl undarlegra en að eitt al' beztu kvæðaskáldum Islendinga nú á dögum, og sá, sem hefh' mest í sér til að verða sálmaskáld, skuli vera liúsgagna- kaupmaður í Reykjavík. Ég liefi margs góðs að minnast l'rá minni mánaðardvöl i Finnlandi og ekki sízt af kirkjunnar hálfu. Ég minnist margra ágælra |)resta og annara kirkjunnar manna, sen' voru prvði þeirrar stofnunar, er þeir störfuðu hjá. Ég minnist margra kirkna, sem standa i allra fremstu röð livað ytra útlit snertir. Margar þeira voru nýjar að heita mátti. En húsbyggingalist stendur á mjög háu stigi í Finn- landi. Hafa Finnar alið á seinni árum nokkura afburða liúsameistara, en sumir hafa að vísu gengið á mála hJ11 stærri og auðugri þjóðum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.