Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 38

Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 38
380 Selma Lagerlöf: Nóv.-Des. uðust þangað. Nokkurir þeirra settust á stráþakið, aðrir á snar- brattan hamarinn bak við húsið, enn aðrir blökuðu vængjunum og héldu sér á flugi yfir því. Hátt, hátt uppi var loftið albjart af ljómandi vængjum. Á sama vetfangi sem stjarnan brauzt fram yfir borginni á fjall- inu, vaknaði öll náttúran við, og það gat ekki dulist mönnunum, sem stóðu uppi á tindi Capitolium. Þeir fundu hressandi, blíðan blæ fara um loftið, og mild angan barst að vitum þeirra, þytur heyrðist í skóginum, Tíber tók að streyma með nið, stjörnurnar Ijómuðu, og alt í einu var máninn hátt á himninum og lýsti upp heiminn. Og dúfurnar báðar rendu sér niður úr skýjunum og sett- ust á axlir keisaranum. Þegar þetta undur gerðist, reis Ágústus á fætur fagnandi og tígulegur, og vinir hans og þrælar féllu á kné. „Heill þér, Cæsar!" hrópuðu þeir. „Verndarandi þinn hefir svarað þér. Þú ert guð- inn, sem tilbiðja á uppi á tindi Capitolium." Og hrópin, sem þessir hrifnu menn hyltu keisarann með, létu svo hátt í eyrum, að Völvan forna heyrði þau. Þau vöktu hana af leiðslusýnum. Hún reis upp frá klettabrúninni og gekk til mannanna. Það var eins og dimt ský hefði stigið upp úr djúpinu og svifi niður á fjallstindinn. Hún var ægigömul. Strýið lafði í þunnum sneplum niður á andlitið, hnútarnir um öll liðamót miklir, og dökt hörundið um líkamann var skorpið eins og börkur á tre og alt í hrukkum. En voldug var hún og tignarleg, þar sem hún hélt til keis- arans. Hún greip um úlnlið honum annari hendi, en hinni benti hún í áttina til Austurlanda. „Líttu á,“ sagði hún. — Og keisarinn leit upp og horfði og horfði. Hann sá lengra og lengra. Honum gaf sýn yfir Austurlönd í fjarska. Og hann sá hrörlegan skúr undir bröttum hamravegg og nokkura hirða krjúpandi í opnuni dyrunum. Inni í gripahúsinu sá hann unga móður á hnjánum fyrir framan lítið barn, og la það á kornbindinu á gólfinu. Og stórir kropnir fingur Völunnar bentu í áttina til þessa fátæka barns. „Heill þér, Cæsar,“ sagði Völvan og hló hæðnislega. „Þarna er guðinn, sem á að tilbiðja á tindi Capitolium.“ Ágústus hörfaði undan henni, eins og hún væri firt viti. En þá kom spádómsandinn voldugi yfir Völuna. Hálfblind augu hennar tóku að loga, hún lyfti höndum móti himni, og rödd hennar varð hljómmikil og þróttmikil, eins og hún hlyti að heyr- ast um veröld alla. Hún mælti fram orð, sem hún virtist lesa upP1 meðal stjarnanna:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.