Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Side 43

Kirkjuritið - 01.12.1939, Side 43
Kirk.juritið. Hátíð manneðlisins. 385 fyrir hugskotssjónum þeirra bjarmanum af sannri gleði, Iætur þá sjá það, sem þeir liafa ekki borið giftu til að ná, þó að þeir hafi sózt eftir því mest af öllu — gleðina. Jólin eru dularfull hátið, sem lætur fáa ósnortna. Þau eru dularfull eins og lífið. Þau eru hátið lífsins- JÓ L IN eru, svo sem kunnugt er, minningarhátíð um lif, er eitt sinn lifnaði á jörðinni, fæðingarafmæli mannlífs, sem lífgandi áhrif hafa stafað frá öðrum fremur. Maður sá vakti aftur til lifsins mannlega líkami, er skildir voru við; hann læknaði fjölda manna, sem dæmdir voru til hráðs eða hryllilegs bana af sjúkdómum; hann örvaði og lengdi líf manna, sem voru vanheilir eða fatlaðir; hann læknaði sálir manna, er sálsjúkir voru; hann spenti und- ursamlegum megingjörðum lífsþrótt manna, er voru heil- hrigðir, svo að jafnvel ómentuðum fiskimönnum œgði það ekki í augum að hrinda af stað þeirri hreyfingu i menningu og þjóðlífi, trúarbrögðum mannkynsins, sem ekki á líka sinn í sögu þess, hreyfingu, sem, að trú áhang- enda sinna, mun æ vaxa, unz umskapað hefir gervalt mann- kynið og jafnvel jörðina sjálfa til sinnar eigin myndai — af því að þar sé um sjálfa instu hreyfingu lífsins að ræða, er byrjar ósigranleg i djúpinu sem einn smástraum- ur af mörgum, er hirífur með sér æ meira af mannlifs- hafinu, unz sogað hefir í sig alla hliðstæða strauma, unz vfir lýkur liina gagnstæðu strauma----og jörðin ilyzl yfir í ríki hins cilífa lifs, yfir i ríki himnanna. Það getur ekki dularfult heitið, að jólin séu fagnaðar- rík gleðihálíð þeim, sem liafa framangreinda trú, þeim, sem trúa af öllu hjarta á Jesú Krist, hafa hans eigin trú. Hitt mætti kanske virðast dálitið torskildara, hvernig í því liggur, að sá sægur manna, sem ekki er sér þcss meðr vitandi, að hafa helgað sig og gjörvalt sitt .Tesú Iírisli og málefni hans, liinir mörgu, sem liafa engan veginn sýnl honum þá athygli og tiltrú, sem hann verðskuTdar — hvernig sá mikli sægur getur glaðst svo látlausri og á-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.