Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 44

Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 44
.386 Björn 0. Björnsson: Nóv.-Des. hyggjulítilli jólagleði, sem raun virðist á. Það mætti virð- ast dularfult, og víst er það dásamlegt. Jólin sýna, svo sem margt fleira, að „Guð er meiri en lijarta vort“ (I. Jóh. 3,20). í því kemur fram hinn algenga staðreynd, sem .Tesús orðaði einliverju sinni svo, að „sá, sem ekki er á móti yður, hann er með yður“ (Lúk. 9.50). 1 því kemur fram lielgi jiess víðáttumikla náttúrlega lifs, er liggur fyrir utan það, sem venjulega er nefnt trúarlíf, lielgi hins alþýðlega drengskapar. í því kemur fram helgi og sigr- andi þróttur hins einfalda, náttúrlega, barnslega trausts á liátíð lífsins — er kemur áhyggjulaust fram fyrir herra lífsins, þrátt fyrir alt og alt, kemur fram fyrir hann, sem hefir auglýst sig að vera allra föður, er engum lirindi frá sér, komi sá aðeins í barnslegu hugarfari, auglýst sig þannig á sannfærandi hátt í lífi þvi, sem jólin eru til minningar um, að lifað var eitt sinn á jörðinni. Því að trú Jesú Krists á þelta liefir orðið til þess að vekja trú vor alh-a hinna á það, vekja hana og viðhalda henni á vegum vaxandi reynslu og þroska. Jólin eru liátið hins barnslega trausts, er trúir þrátt fyrir alt, trúir og leysir m. a. hina náttúrlegu gleði úr læðingi óhreinnar samvizku og gefur ófrjálsum mönnum frelsisdag, til þess að þeim skiljist belur, til livaða lilutskiftis þeir eru í raun og veru bornir, til ]iess að styrkja þá i trúnni á eigið eðli, að það sé í rauninni gott og skapað til að njóta vaxandi frelsis með vaxandi upplýsingu, til ]iess að minna þá á, að þeir eru börn Guðs að insta eðli sínu, einmitt eins og þeir koina fyrir frá skaparans liendi — Guðs hörn, sem eiga að þroska eðli sitt, en ekki misnota né lítilsvirða að neinu leyti- Hugumstór og auðsveip brjóstviti sínu eru elskandi börn Guðs. Jólin eru liátíð „kærleikans, sem trúir öllu og vonar alt,“ huglioðsins, sem veit meira en hláköld skynemi og lögmálsbundin samvizka. Þau eru dularfull liátíð og da- samleg. Þau eru hátið barnsins í manninum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.