Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Blaðsíða 55

Kirkjuritið - 01.12.1939, Blaðsíða 55
KirkjuritiS. Johan Olof Wallin. 397 að prestur vildi hann verða. Fór hér sem oftar, að snemma beyg- ist krókurinn að því, sem verða vill. Innan fermingaraldurs komst hann í skóla í Falun í Dalarna, eirnámubænum alþekta. Þar var fyrsta kvæði hans prentað, er hann var aðeins 14 ára gamall. Hann hélt áfram námi í Vesturási, og reyndist þar mesti náms- garpur, orti hann þó nokkuð alla sína skólatíð og þýddi allmikið af kvæðum úr latínu, einkum eftir Virgil og Hóraz. Á þessum árum gerðist hann fráhverfur því að verða prestur, en skáldfrægðin lokkaði hann meira en nokkuru sinni fyr. Er Wallin hafði lokið stúdentsprófi í Vesturási, varð hann heimiliskennari hjá aðalsmanni einum skamt frá Stokkhólmi, því að fátæktin batt nú enda á skólanám hans, auk þess sem hann hafði veilt brjóst. Á herrasetrinu rataði hann í ástaræfintýri. Hann varð ástfang- inn af dóttur aðalsmannsins, sem var nemandi hans, og glæddi það án efa hina ríku skáldæð, er í honum bjó. Dóttir aðalsmanns- ins var óvenju guðhrædd og göfug stúlka og var Wallin ímynd hreinleikans. Um hana orti hann eitt af fegurstu kvæðum sínum: He/ básta ordct. Verulega skáldfrægð hlaut Wallin fyrst fyrir kvæði, er hann °rti um Gústaf III., listamanninn á konungsstóli. Verðlaunaði saenska akademíið það kvæði með 200 dúkötum. 1809 vígðist hann til prests, án þess að hann þá fyndi hjá sér sterka löngun til þess. En að hann tók vígslu, olli einkum tvent, bænir móður hans og fátæktin, sem enn var lians fylgikona. Áður en hann tók vígslu, hafði hann trúlofast ungri og gáfaðri stúlku, er hét Sophie Ruunevall. Wallin, sem var ör í lund. fanst hún of léttúðug og sleit hann því trúlofuninni. Mun hann þó jafn- an hafa iðrað þess og einskonar sektartilfinning hafa jafnan fylgt bonum eftir það. I örvæntingu sinni. kvæntist Wallin dóttur auðugs tóbaksverk- smiðjueiganda, Anne Marie Deinander. Hún var hagsýn kona og barn þessa heims, en skildi lítt hið auðuga og djúpa sálarlíf hans. Eftir að hafa verið prestur úti á landsbygðinni um skeið, varð 'Vallin prestur í Stokkhólmi 1812. Kom þá brátt í ljós, hver af- burðaprdikari liann var, svo að enginn þótti hans jafningi. Upp frá þessu lá leið hans til sívaxandi metorða. Ilann varð 1 ikisdagsmaður, dómprófastur í Vesturási, pastor primarius í ^tokkólmi og um Ieið hirðprestur, og loks erkibiskup í Uppsölum, ,veim árum fyrir dauða sinn. Margir merkir og glöggir menn, er heyrðu Wallin prédika, hafa 1 omað ræðusnild hans sem alveg frábæra. Iíöddin var skýr og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.