Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Qupperneq 56

Kirkjuritið - 01.12.1939, Qupperneq 56
,'598 Sigurjón Guðjónsson: Nóv.-Des. karlmannleg og ræðan borin upp af skáldlegri andagift. Áherzlur hans og þagnir voru notaðar sem sterk meðöl í þágu framsetning- arinnar. — En til voru þeir, sem þótti prédikanir hans ekki nógu kristilegar og töldu, að upplýsingarstefnan hefði sett um of mark sitt á þær. Og þó var grunntónn þeirra guðhræðsla (pietet), sem jafnan hefir einkent þá, er kynjaðir eru frá Dalarna. I>að átti betur við Wallin, eins og marga mikla mælskumenn, að tala fyrir stórum söfnuði en smáum, og þetta var ef til vill höfuð- ástæðan fyrir því, að hann kunni betur við sig í borg en í sveit, þar sem ekki gafst tækifæri að ná til margra. Wallin var atkvæðamikill embættismaður. Skólamál lét hann mjög mikið til sín taka, og fyrir hverskonar mannúðarmálum hafði hann mikinn áhuga og var manna fúsastur til þess að líkna þeim, er áttu bágt. Metorð allskonar hlóðust á Wallin, eins og áður getur, án þess þó að hann sæktist eftir þeim. Og til erkibiskupsdóms var hann mjög tregur. Hann færðist mjög undan embættinu og komst þannig að orði í því sambandi: „Vaxandi metorð og meiri tekjur hafa engin áhrif á mig. Hvað hið fyrra snertir, þá hefi ég hlotið meira en ég hefi sózt eftir, en hvað hinu síðarnefnda viðvíkur, hefi eg fyllilega fengið það, sem nægir mér.“ Svo kunnur sem Wallin var sem prédikari, því kunnari var hann ef til vill sem skáld. Sem sálmaskáld hafa Svíar engan átt hans líka. Sálmabók sú, er löggilt hefir verið í Svíþjóð frá 1819 og til ársins 1937, er kend við hann og kölluð Wallinssálmabókin- Enda var hún að mestu leyti undirbúin af honum, og á hann þar sjálfur fjölda sálma, frumsamda og þýdda. Eins og við er að búast, þekkja íslendingar aðeins lítið til sálma Wallins, svo litlar andlegar samgöngur, er verið hafa mill' Svía og fsl. til skamms tíma. Þó má geta þess, að fimm sálmar hans eru í íslenzku sálmabókinni. Eru þeir jólasálmurinn (nr. 70): „Kom blessuð stundin blíð og góð“ (þýð. séra Ólafur Indriðason prestur á Kolfreyjustað). 244: „Straumur tímans stöðvast eigi“- °8 616: „Guð blessi nú þinn dauðadúr" (þýð. séra Stefán Thoraren- sen), 436: „Ó, veit ég gætur gefi“, og 482: „Þú hefir Guð eitt árið enn“ (þýð. Helgi lektor Hálfdánarson). Fjórir aðrir sálmar ur Wallinssálmabókinni eru þýddir á íslenzku. Þar af þrír af Helga Hálfdánarsyni. Wallin var alin upp við upplýsingarstefnuna, og bar skáldskap- ur hans nokkur einkenni þess. Á efri árum komst hann í nokkur kynni við rómantíkina og heztu menn hennar í Svíþjóð. eins og t. d. Gejer,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.